„Ég er svakalega kátur“

  • 9. júlí 2022
  • Fréttir
Niðurstöður úr a úrslitum í b flokki og myndband

„Ég er svakalega kátur. Ekki náð að vinna B flokk á Landsmóti áður þannig þetta er mjög gaman. Þetta tókst ekki hjá okkur fyrir fjórum árum síðan í Reykjavík. Þá var hann ekki orðinn nógu sterkur en hann er orðinn það í dag. Hann er með þessar ofurhreyfingar sem er erfitt að valda það þarf gríðalegt úthald, styrk og vilja sem hann er með í dag,“ segir Árni Björn kátur eftir sigur í b flokki í fyrsta sinn.

Árni hlaut einnig Gregersen styttuna en styttan er veitt til að minnast Ragnars Gregersen, en hann var fyrirmynd hestamanna hvað varðar umhirðu hrossa sinna og snyrtilegs klæðaburðar. Styttan veitist þeim knapa sem skara framúr í A- eða B-flokki gæðinga og sýnir prúðmannlega reiðmennsku á afburða vel hirtum hesti. Dómarar ásamt mótsstjóra velja knapann.

Hann og Ljósvaki frá Valstrýtu hlutu 9,21 í einkunn en næstur í röðinni var Tumi frá Jarðbrú, knapi Jakob Svavar Sigurðsson, með 9,12 í einkunn og þriðji var Þröstur frá Kolsholti 2 með 9,00 í einkunn, knapi Helgi Þór Guðjónsson.

 

 

A úrslit – B flokkur – Niðurstöður
Sæti Hross Knapi Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Ljósvaki frá Valstrýtu Árni Björn Pálsson Fákur 9,21
2 Tumi frá Jarðbrú Jakob Svavar Sigurðsson Hörður 9,12
3 Þröstur frá Kolsholti 2 Helgi Þór Guðjónsson Sleipnir 9,00
4 Ísak frá Þjórsárbakka Teitur Árnason Sörli 8,90
5 Safír frá Mosfellsbæ Sigurður Vignir Matthíasson Fákur 8,80
6 Sigur frá Stóra-Vatnsskarði Hinrik Bragason Sindri 8,72
7 Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum Olil Amble Sleipnir 8,71
8 Adrían frá Garðshorni á Þelamörk Daníel Jónsson Sörli 8,66

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar