Landsmót 2024 „Ég hélt ég ætti ekki roð í þau“

  • 6. júlí 2024
  • Fréttir
Það er steikjandi hiti í dalnum og voru þeir sjóðheitir klárhestarnir í B úrslitum B flokks.

„Ég segji bara alveg rosalega mikið gott sko. Ég verð að segja að hélt jafnvel að Kór frá Skálakoti og Rauða-List myndu annað hvort vinna og fara mjög langt í A úrslitum. Ég hélt ég ætti ekki roð í þau en svo veit maður að keppni er þannig að allt getur gerst og Pensill var í gríðarlegu stuði,“ segir Elvar Þormarsson en hann og Pensill frá Hvolsvelli unnu B úrslitin í B flokk og mæta því í A úrslitin á morgun.

Það var hart barist í úrslitunum en eftir brokkið voru þeir efstir Kór frá Skálakoti og Jakob Svavar Sigurðsson.

Pensill frá Hvolsvelli og Elvar Þormarsson tóku síðan fram úr þér og lönduðu sigrinum. Kór og Jakob enduðu í níunda sæti og í því tíunda varð Dís frá Ytra-Vallholti og Bjarni Jónasson.

Það er stór dagur framundan á morgun hjá Elvari og fjölskyldu en tvö af börnum hans eru að keppa í A úrslitum einnig. „Sem betur er B flokkurinn á eftir þeim en þetta verður gríðarlega stór dagur hjá okkar fjölskyldu og öllum þeim sem eru með okkur í þessu.“

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr B úrslitum í B flokki

Pensill frá Hvolsvelli – Geysir – Elvar Þormarsson  – 9,01
Hægt tölt 8,80 8,80 8,80 8,80 8,70 = 8,78
Brokk 9,00 9,20 9,00 9,10 9,00 = 9,06
Greitt tölt 9,10 9,30 8,90 9,20 9,20 = 9,14
Vilji 9,20 9,20 9,00 9,10 9,10 = 9,12
Fegurð í reið 8,90 8,90 9,00 9,00 8,90 = 8,94

Kór frá Skálakoti – Sindri – Jakob Svavar Sigurðsson – 8,87 
Hægt tölt 9,00 9,10 9,00 9,00 8,80 = 8,98
Brokk 9,10 9,10 8,90 9,00 9,20 = 9,06
Greitt tölt 8,80 8,80 9,20 8,40 8,40 = 8,72
Vilji 8,90 8,90 9,20 8,50 8,60 = 8,82
Fegurð í reið 8,90 8,80 9,20 8,70 8,60 = 8,84

Dís frá Ytra-Vallholti – Skagfirðingur – Bjarni Jónasson – 8,82
Hægt tölt 8,60 8,60 8,80 8,60 8,70 = 8,66
Brokk 8,80 8,60 8,80 8,70 8,80 = 8,74
Greitt tölt 8,80 9,00 9,40 8,80 8,80 = 8,96
Vilji 8,80 8,70 9,30 8,70 8,80 = 8,86
Fegurð í reið 8,70 8,70 9,30 8,70 8,80 = 8,84

Rauða-List frá Þjóðólfshaga 1 – Geysir – Sigurður Sigurðarson – 8,79
Hægt tölt 8,70 8,70 8,90 8,60 8,60 = 8,70
Brokk 8,40 9,00 8,40 8,80 8,80 = 8,68
Greitt tölt 9,00 8,90 8,80 8,90 9,00 = 8,92
Vilji 8,80 8,80 8,70 8,80 9,00 = 8,82
Fegurð í reið 8,80 8,70 8,90 8,70 8,80 = 8,78

Gullhamar frá Dallandi – Fákur – Hinrik Bragason – 8,77
Hægt tölt 8,80 8,80 9,00 8,70 8,70 = 8,80
Brokk 8,60 8,80 8,60 8,70 8,60 = 8,66
Greitt tölt 9,00 8,50 8,80 8,90 8,80 = 8,80
Vilji 8,80 8,60 8,80 8,80 8,80 = 8,76
Fegurð í reið 8,90 8,60 9,00 8,80 8,80 = 8,82

Sólfaxi frá Reykjavík – Fákur – Hákon Dan Ólafsson – 8,66
Hægt tölt 8,60 8,80 8,80 8,70 8,40 = 8,66
Brokk 8,60 8,80 8,70 8,80 8,80 = 8,74
Greitt tölt 8,60 8,50 8,60 8,50 8,60 = 8,56
Vilji 8,60 8,60 8,70 8,60 8,60 = 8,62
Fegurð í reið 8,60 8,80 8,80 8,70 8,70 = 8,72

Óríon frá Strandarhöfði – Fákur – Ásmundur Ernir Snorrason – 8,63
Hægt tölt 8,70 8,60 8,60 8,60 8,60 = 8,62
Brokk 8,50 8,60 8,50 8,50 8,50 = 8,52
Greitt tölt 8,70 8,70 8,70 8,70 8,60 = 8,68
Vilji 8,60 8,60 8,70 8,60 8,60 = 8,62
Fegurð í reið 8,70 8,70 8,70 8,60 8,60 = 8,66

Þormar frá Neðri-Hrepp – Fákur – Viðar Ingólfsson – 8,75
Hægt tölt 8,40 9,00 9,00 8,70 8,60 = 8,74
Brokk 8,50 8,40 8,40 8,20 8,70 = 8,44
Greitt tölt 8,50 8,70 8,40 8,50 8,40 = 8,50
Vilji 8,50 8,50 8,60 8,50 8,60 = 8,54
Fegurð í reið 8,50 8,80 8,70 8,50 8,60 = 8,62

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar