„Ég lærði að það er munur á bikkju og alvöru graðhesti“

  • 20. september 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Leikarinn þekkti Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttaröðinni Bless bless Blesi sem verið hefur í tökum í allt sumar, en þar leikur hann hrossaræktandann Valdimar sem er máttarstólpi í sínu samfélagi.
Jóhannes Haukur segist hafa lært margt í tökuferlinu, sem hafi verið gríðarlega skemmtilegt og hann lofar spennandi þáttaröð.
Magnús Benediktsson og Hulda Geirsdóttir gripu Jóhannes Hauk strax að lokinni hans síðustu töku og heyrðu í honum hljóðið.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar