„Erum tveimur til þremur kynslóðum á eftir“

  • 19. desember 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Erling Erlingsson

Blaðamenn Eiðfaxa voru viðstaddir haustráðsstefnu samtaka íslenska hestsins í Svíþjóð (SIF) í lok nóvember. Hátíðin var viðamikil að þessu sinni þar sem 50 ára afmæli SIF var fagnað.

Tækifærið var nýtt til þess að taka hestamenn tali sem þangað komu og einn af þeim er Erlingur Erlingsson. Síðan að viðtalið var tekið varð Erlingur og sambýliskona hans Lisa Lantz fyrir því að einbýlishús þeirra brann til kaldra kola.

„Þetta var ekki skemmtilegt að missa húsið okkar með öllu okkar í en við erum kominn strax af stað í uppbyggingu á íbúðarhúsi aftur. Búum núna í litu húsi á landareigninni og eftir eitt og hálft ár til tvö verðum við kominn í nýtt hús.“ Hafði Erlingur að segja við blaðamann Eiðfaxa um húsbrunan.

Í viðtalinu fer Erlingur um víðan völl, segir frá búsetunni í Svíþjóð, þróuninni í hestamennskunni og svo miklu meira. Hann hyggst ekki á heimför og segist ætla að verða gamall karl í Svíþjóð, þar búi dóttir hans og nálægt henni vilji hann vera.

Viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar