Eiðfaxi er farinn í prentun

  • 28. júní 2022
  • Fréttir

Eiðfaxi Vor farinn í prent. Mynd á forsíðu: Liga Liepina

Ýmislegt áhugavert í nýjasta tölublaði Eiðfaxa

Eiðfaxi Vor er farinn í prentun en tímaritið er stútfullt af áhugaverðu efni. Á meðal efnistaka Eiðfaxa Vors má nefna viðtal við ræktandann Karl Áka Sigurðsson. Karl Áki er ræktandi af hæst dæmda hesti í heimi, Viðari frá Skör og segir hann okkur m.a. frá sögu Viðars ásamt fleiru áhugaverðu tengdu ræktun hans.

Gunnar Arnarsson rifjar upp eftirminnilega hesta en þar eru á meðal annarra gæðinga eru þeir Orri frá Þúfu, Otur frá Sauðárkróki og Gýmir frá Vindheimum.

Auður Stefánsdóttir segir okkur frá uppáhalds hestaferðinni sinni. Eiðfaxi skyggnist inn í heim samfélagsmiðlana ásamt því að ræða við þau Randi Holaker og Hauk Bjarnason á Skáney en dóttir þeirra er efst inn á stöðulista í barnaflokki fyrir Landsmót.

Þetta ásamt ýmsu fleiru má finna í næsta tímariti Eiðfaxa. Vertu áskrifandi að Eiðfaxa og styddu við umfjöllun um íslenska hestinn og öllu því sem honum fylgir með því að smella HÉR.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar