Eiðfaxi International kemur út að nýju!

  • 26. febrúar 2021
  • Fréttir

Forsíða nýjasta Eiðfaxa International. Myndina tók Liga Liepina.

Við hjá Eiðfaxa erum stolt að segja frá því að Eiðfaxi International hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er fyrsta útgáfa hans nú komin út.

Eiðfaxi International hefur verið gefinn út með hléum síðastliðin 30 ár og nú hefst nýr kafli í þeirri vegferð. Að þessu sinni verður sú breyting á að blaðið er gefið út á ensku og á rafrænu formi og verður það aðgengilegt netinu, auk þess að vera sent á alla þá sem skrá sig á póstlista Eiðfaxa og fleiri póstlista hestafólks erlendis. Blaðið er um leið gjaldfrjálst sem mun vonandi tryggja sem mesta dreifingu á því um allan heim.

Stefnt er að því að Eiðfaxi International komi út annan hvern mánuð, stappfullur af greinum, viðtölum og ljósmyndum af hestum og hestamönnum hér á Íslandi. Við hvetjum alla til að benda vinum og vandamönnum erlendis á þessa nýju útgáfu af Eiðfaxa International og deila henni sem víðast!

Smelltu hér til að skoða nýjasta Eiðfaxa International

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<