Eiðfaxi Vetur til áskrifenda í næstu viku

  • 28. mars 2023
  • Fréttir
Ýmislegt áhugavert í nýjasta tölublaði Eiðfaxa

Eiðfaxi Vetur er farinn í prentun en tímaritið er stútfullt af allskonar efni. Grein um velferð íslenska hestsins. Upplýsingar um HorseDay appið sem er nýtt smáforrit sem heldur utan um þjálfunarstundir hestsins þíns og ýmsar aðrar mikilvægar og gagnlegar upplýsingar.

Farið er yfir ættarboga Heru 3698 frá Laugarvatni en þegar rýnt er í ættartré hennar kemur í ljós að hún stendur á bakvið mörg af okkar fremstu afrekshrossum þ.á.m. hæst dæmda hrossi í heimi, fallegasta íslenska hestinn og hæst dæmda klárhestinn.

Margir þekkja Rúnu Einarsdóttur og segir hún okkur skemmtilega frá mörgum af eftirminnilegustu hrossum sem hún hefur fengið þann heiður að kynnast yfir ævina. Þrjár vinkonur skelltu sér í hestaferð í Botswana og deila með okkur ferðasögu sinni. Farið er yfir stöðuna í helstu innanhúsmótaröðum landsins. Vakri-Skjóni er á sínum stað ásamt stuttum sprettum.

Erlingur Erlingsson er tekinn tali en hann var lengi einn af okkar fremstu kynbótaknöpum og hefur nú verið búsettur lengi erlendis. Valdimar Kristinsson skrifar grein þar sem hann veltir fyrir sér þróun geðslagsins í íslenskum hrossum og Einar Ásgeirsson fræðir okkur um fóðrun íþróttahestsins. Þetta ásamt ýmsu fleiru má finna í næsta tímariti Eiðfaxa.

Vertu áskrifandi að Eiðfaxa og styddu við umfjöllun um íslenska hestinn og öllu því sem honum fylgir með því að smella HÉR.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar