Ein breyting á liði Hjarðartúns
Meistaradeildin í hestaíþróttum hefur göngu sína að nýju í janúar á nýju ári. Dagsetningar hvers keppniskvölds liggja nú þegar fyrir.
Lið Hjarðartúns hefur einu sinni sigrað í liða keppni Meistaradeildarinnar en það var árið 2020. Í fyrra varð liðið í fjórða sæti í liðakeppninni og ætlar sér sjálfsagt betri árangur á næsta keppnistímabili.
Ein breyting verður á liðinu en Elvar Þormarsson víkur og ætlar að taka sér hlé frá þátttöku í Meistaradeildinni næsta vetur. Í hans stað kemur inn í liðið Arnhildur Helgadóttir sem er ásamt manni sínum, Hans Þór Hilmarssyni, staðarhaldari að Hjarðartúni að öðru leyti er liðið óbreytt.
Lið Hjarðartúns skipa því:
Arnhildur Helgadóttir
Hans Þór Hilmarsson
Helga Una Björnsdóttir
Jakob Svavar Sigurðsson
Þórarinn Ragnarsson