Heimsmeistaramót „Eind var kraftlaus í hitanum“

  • 5. ágúst 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Þýsku hryssurnar með yfirburði í elsta flokki

Í flokki elstu hryssna, sjö vetra og eldri, voru fimm hryssur sýndar. Í fyrsta og öðru sæti að lokinni forsýningu eru þær Náttdís og Pála vom Kronshof sem eru fulltrúar Þýskalands og báðar sýndar af Frauke Schenzel. Þær hlutu báðar yfir níu fyrir hæfileika og þar af hlaut Náttdís einkunnina 10,0 fyrir samstarfsvilja.

Eind frá Grafarkoti sýnd af Bjarna Jónassyni er fulltrúi Íslands. Hún er undan Kiljani frá Steinnesi og Köru frá Grafarkoti, ræktandi hennar er Herdís Einarsdóttir en eigandi er Anja Egger. Hún hlýtur nú í aðaleinkunn 8,41 sem er töluvert lægra en hún hlaut í vor. Í samtali Eiðfaxa við Bjarna segir hann að hitinn og aðstæðurnar á mótssvæðinu hafi áhrif á frammistöðu hrossanna.

Viðtalið má horfa á hér að neðan.

 

Sjö vetra og eldri hryssur

Flokkur Hross Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
7 vetra hryssur og eldri Náttdís vom Kronshof Frauke Schenzel 8,44 9,25 8,96
7 vetra hryssur og eldri Pála vom Kronshof Frauke Schenzel 8,39 9,04 8,81
7 vetra hryssur og eldri Eind frá Grafarkoti Bjarni Jónasson 8,37 8,43 8,41
7 vetra hryssur og eldri Vonadís frá Fensalir Christa Rike 7,98 8,48 8,31
7 vetra hryssur og eldri Tesla fra Rank Þórður Þorgeirsson 7,89 8,28 8,14

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar