Einungis 10 dagar

  • 16. janúar 2023
  • Tilkynning
Meistaradeildin er að hefjast

Það styttist óðum í það sem við hestamenn höfum verið að bíða spennt eftir, að Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum með bestu knöpunum og hestunum byrji, en núna í næstu viku hefst hún með látum.

Viðburðurinn verður haldinn fimmtudaginn 26 janúar í HorseDay höllinni Ingólfshvoli.
Frábærar veitingar verða í boði fyrir keppni og í hléi og hefur aðal veitingamaður Suðurlands, Tómas Þóroddsson eigandi Kaffi Krús, Tryggvaskála, Messans og Vor boðað komu sína og mun bjóða upp á lambalæri með öllu tilheyrandi, pizzur, samlokur og kjötsúpu ásamt úrval drykkja.

Gerum okkur góða kvöldstund sjáum bestu hestana, bestu knapa landsins  og borðum góðan mat.

 

Sjáumst hress í HorseDay höllinni!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar