Kynbótasýningar Eitt hross hlaut 10 fyrir fet

  • 5. október 2023
  • Fréttir
Níu hross hlutu 9,5 fyrir fet á árinu

Nú þegar kynbótasýningum árið 2023 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er fet.

Kolgrímur Grímsson fran Gunvarbyn er eina hrossið sem hlaut 10 fyrir fet á árinu. Ellefu hross hafa hlotið 10 fyrir fet frá upphafi dóma. Kolgrímur stóð efstur í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta á Heimsmeistaramótinu en hann hlaut einmitt 10 á því móti. Agnar Snorri Stefánsson sýndi hestinn en hann er einnig eigandi hans. Ræktandi er Þorleifur Sigfússon en Kolgrímur er undan Grím frá Efsta-Seli og Kolskör från Kolungens Gård 2.

Níu hross hlutu 9,5 fyrir fet á árinu og hér fyrir neðan er listi með þeim

Fæðingarnúmer Nafn Uppruni í þgf. Dómsland Sýnandi
IS2017158127 Breki Bræðraá NO Tryggvi Björnsson
IS2018286716 Droplaug Snjallsteinshöfða 1 IS Helga Una Björnsdóttir
DE2018163416 Eiður Habichtswald DE Elisa Graf
IS2016286706 Eygló Leirubakka IS Matthías Leó Matthíasson
IS2018158169 Grímar Þúfum IS Mette Camilla Moe Mannseth
CH2013202674 Mánadís d´Auas Sparsas CH Barandun Flurina
IS2014258460 Ösp Narfastöðum IS Bjarni Jónasson
IS2017101042 Sjafnar Skipaskaga IS Viðar Ingólfsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar