Eitt hross hlaut 10 fyrir samstarfsvilja
Nú þegar kynbótasýningum árið 2023 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er samstarfsvilji.
Kría frá Hvammi er sú eina sem hefur hlotið 10 fyrir samstarfsvilja á árinu. Hún hlaut fyrir sköpulag 8,06 og fyrir hæfileika 9,02 sem gerir 8,68 í aðaleinkunn. Hún er undan Kiljani frá Steinnesi og Ópal frá Hvammi. Eigandi og ræktandi er Pétur Benedikt Guðmundsson og sýnandi var Helga Una Björnsdóttir.
20 hross hlutu 9,5 fyrir samstarfsvilja í ár og hér fyrir neðan er listi yfir þau hross
Nafn | Uppruni í þgf. | Dómsland | Sýnandi |
Arney | Ytra-Álandi | IS | Agnar Þór Magnússon |
Djáknar | Selfossi | IS | Elvar Þormarsson |
Gríður | Þúfum | IS | Mette Camilla Moe Mannseth |
Gyðja | Hofi á Höfðaströnd | IS | Þórarinn Eymundsson |
Hlökk | Strandarhöfði | IS | Ásmundur Ernir Snorrason |
Hylur | Flagbjarnarholti | IS | Eyrún Ýr Pálsdóttir |
Kamma | Margrétarhofi | IS | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir |
Katla | Hemlu II | IS | Árni Björn Pálsson |
Leistur | Íbishóli | IS | Guðmar Freyr Magnússon |
Logi | Valstrýtu | IS | Flosi Ólafsson |
Lukka | Eyrarbakka | IS | Viðar Ingólfsson |
Náttdís | Kronshof | NL | Frauke Schenzel |
Nóta | Sumarliðabæ 2 | IS | Þorgeir Ólafsson |
Ösp | Narfastöðum | IS | Bjarni Jónasson |
Pála | Kronshof | NL | Frauke Schenzel |
Seiður | Hólum | IS | Konráð Valur Sveinsson |
Snilld | Eystri-Hól | IS | Ævar Örn Guðjónsson |
Stórborg | Litla-Garði | IS | Barbara Wenzl |
Svandís | Aðalbóli 1 | IS | Sigursteinn Sumarliðason |