Eitt hross hlaut 9,5 fyrir höfuð
Nú þegar kynbótasýningum árið 2023 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er höfuð.
Ekkert hross hlaut 10 fyrir höfuð í ár en eitt hross hlaut 9.5 fyrir höfuð. Logi frá Svignaskarði er sá eini sem hlaut 9.5 fyrir höfuð á árinu. Hann hlaut fyrir sköpulag 8,45 og fyrir hæfileika 7,55 sem gerir 7,87 í aðaleinkunn. Logi var sýndur af Valdísi Björk Guðmundsdóttur og er í eigu Guðmundar Skúlasonar og Oddnýjar Mekkín Jónsdóttur en þau eru jafnframt eigendur. Logi er undan Ísak frá Þjórsárbakka og Kveikju frá Svignaskarði.