Eitt hross með 10 fyrir skeið
Nú þegar kynbótasýningum árið 2023 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er skeið.
Eitt hross hlaut 10 fyrir skeið á árinu en það var hún Væta frá Leirulæk. Hlaut hún fyrir sköpulag 8,34 og fyrir hæfileika 8,42 sem gerir í aðaleinkunn 8,39. Væta er einungis fimm vetra og er hún fjórða hrossið sem hlotið hefur 10 fyrir skeið fimm vetra. Þau hross sem hlotið hafa 10 fyrir skeið fimm vetra eru: Númi frá Þóroddsstöðum (1998), Spuni frá Vesturkoti (2011) og Fröken frá Bessastöðum (2016). Væta er undan Konsert frá Hofi og Gnýpu frá Leirulæk en ræktandi og eigandi Vætu er Guðrún Sigurðardóttir. Væta var sýnd af Þorgeiri Ólafssyni.
Tólf hross hlutu 9,5 fyrir skeið á árinu.
Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir skeið á árinu
Nafn | Uppruni í þgf. | Dómsland | Sýnandi |
Glotta | Torfabæ | IS | Elvar Þormarsson |
Hildur | Fákshólum | IS | Helga Una Björnsdóttir |
Hraði | Skovhuset | DE | Þórður Þorgeirsson |
Keilir | Myllulæk | DE | Eric Winkler |
Kraftur | Eystra-Fróðholti | IS | Árni Björn Pálsson |
Kría | Hvammi | IS | Helga Una Björnsdóttir |
Melódía | Horni I | IS | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir |
Mjallhvít | Sumarliðabæ 2 | IS | Þorgeir Ólafsson |
Saga | Teland | SE | Steffi Svendsen |
Seiður | Hólum | IS | Konráð Valur Sveinsson |
Sjafnar | Skipaskaga | IS | Viðar Ingólfsson |
Þokkadís | Eystra-Fróðholti | IS | Daníel Gunnarsson |