Kynbótasýningar Ekkert hross hlaut 10 fyrir tölt á árinu

  • 13. september 2023
  • Fréttir
aspar

Aspar frá Hjarðartúni, sýnandi Þorgeir Ólafsson Mynd: Nicki Pfau

Tólf hross hlutu 9,5 fyrir tölt í kynbótasýningu árið 2023

Nú þegar kynbótasýningum árið 2023 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Fyrsti eiginleikinn sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er tölt.

Það var ekkert hross sem hlaut 10 fyrir tölt á árinu en 12 hlutu 9,5 fyrir þennan eiginleika.

Flestar 9,5 voru gefnar á Miðsumarssýningunni á Rangárbökkum á Hellu, 17. – 21. júlí. Þar hlutu Hringhenda frá Geirlandi, Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum, Viskusteinn frá Íbishóli, Hlökk frá Strandarhöfði og Dússý frá Vakurstöðum 9,5 fyrir tölt.

Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir tölt á árinu

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi Dómsland
Hersir Lilla Sträckås Erlingur Erlingsson SE
Rún Eystri-Hól Ævar Örn Guðjónsson IS
Hringhenda Geirlandi Viðar Ingólfsson IS
Aspar Hjarðartúni Þorgeir Ólafsson IS
Hraunhamar Ragnheiðarstöðum Árni Björn Pálsson IS
Viskusteinn Íbishóli Jón Ársæll Bergmann IS
Hrafn Oddsstöðum I Jakob Svavar Sigurðsson IS
Hugur Hólabaki Steingrímur Sigurðsson IS
Hlökk Strandarhöfði Ásmundur Ernir Snorrason IS
Dússý Vakurstöðum Teitur Árnason IS
Ösp Narfastöðum Bjarni Jónasson IS
Lukka Eyrarbakka Viðar Ingólfsson IS

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar