Ekkert hross hlaut 10 fyrir tölt á árinu
Nú þegar kynbótasýningum árið 2023 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Fyrsti eiginleikinn sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er tölt.
Það var ekkert hross sem hlaut 10 fyrir tölt á árinu en 12 hlutu 9,5 fyrir þennan eiginleika.
Flestar 9,5 voru gefnar á Miðsumarssýningunni á Rangárbökkum á Hellu, 17. – 21. júlí. Þar hlutu Hringhenda frá Geirlandi, Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum, Viskusteinn frá Íbishóli, Hlökk frá Strandarhöfði og Dússý frá Vakurstöðum 9,5 fyrir tölt.
Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir tölt á árinu
Nafn | Uppruni í þgf. | Sýnandi | Dómsland |
Hersir | Lilla Sträckås | Erlingur Erlingsson | SE |
Rún | Eystri-Hól | Ævar Örn Guðjónsson | IS |
Hringhenda | Geirlandi | Viðar Ingólfsson | IS |
Aspar | Hjarðartúni | Þorgeir Ólafsson | IS |
Hraunhamar | Ragnheiðarstöðum | Árni Björn Pálsson | IS |
Viskusteinn | Íbishóli | Jón Ársæll Bergmann | IS |
Hrafn | Oddsstöðum I | Jakob Svavar Sigurðsson | IS |
Hugur | Hólabaki | Steingrímur Sigurðsson | IS |
Hlökk | Strandarhöfði | Ásmundur Ernir Snorrason | IS |
Dússý | Vakurstöðum | Teitur Árnason | IS |
Ösp | Narfastöðum | Bjarni Jónasson | IS |
Lukka | Eyrarbakka | Viðar Ingólfsson | IS |