Tölt – 28 hross hlutu einkunnina 9,5 á árinu

  • 8. september 2020
  • Fréttir

Lýdía frá Eystri-Hól er ein af þeim sem hlaut 9,5 fyrir tölt á árinu og einkunnarorðin Mjúkt - Mikill fótaburður - Skrefmikið - Framhátt mynd: Louisa Hackl

Nú þegar kynbótasýningum er lokið hér heima og einungis ein sýning er eftir í Evrópu er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er tölt.

Til þess að fá glögga mynd af því eftir hverju er verið að leita þegar eiginleikinn er metin er gripið niður í stigunarkvarða einstaklingadóma og lýsing á einkunninni 9,5-10 í þeim eiginleikum sem teknir eru fyrir hverju sinni.

Alls hlutu 28 hross einkunnina 9,5 fyrir tölt í ár en ekkert hross hlaut 10,0.

Tölt

Töltið er dæmt á öllum þeim hraðastigum sem hesturinn býr yfir, þ.e. á hægri ferð, milliferð og greiðri ferð. Til þess að hljóta einkunn upp á 9,0 eða hærra er gerð krafa um að sýndar séu hraðabreytingar (þ.e. greinileg uppkeyrsla og/eða niðurhæging) og að sýnt sé fram á að hesturinn haldi jafnvægi á gangtegundinni þegar greinilega losað er um tauminn (losað sé alveg um taumsamband að lágmarki í 3 sekúndur). Þessi verkefni, séu þau vel framkvæmd, geta að auki vegið til hækkunar á einkunnum neðar í skalanum.

9,5 – 10

Töltið hefur hreinan fjórtakt, er afar ásetugott, mjúkt og skrefmikið, með glæstri lyftu og framgripi framfóta og jafnri hrynjandi hreyfinga. Hesturinn gengur í jafnvægi og hefur léttar hreyfingar sem einkennast af gegnumflæði og fjaðurmagni, taglburður er frjáls og óþvingaður. Hesturinn er reisnarmikill með langa yfirlínu; bakið er burðarmikið og fjaðrandi, afturhlutinn virkur og stífnislaus. Hesturinn heldur gæðum töltsins á öllum hraðastigum; frá hægri ferð að vel greiðri ferð.

Til að einkunnin 9,5 eða 10 náist þarf einkunn fyrir hægt tölt að vera að lágmarki 9,0. Fjögurra vetra hross geta fengið 9,5 fyrir tölt með 8,5 fyrir hægt tölt.

 

Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir tölt.

Nafn Uppruni Einkunn
Abel Tyrevoldsdal 9,5
Vegur Kagaðarhóli 9,5
Úlfhildur Strönd 9,5
Hátíð Hemlu II 9,5
Arthúr Baldurshaga 9,5
Örn Stóra-Hofi 9,5
Saga Blönduósi 9,5
Þoka Hamarsey 9,5
Selma Auðsholtshjáleigu 9,5
Sólon Þúfum 9,5
Drumbur Víðivöllum-Fremri 9,5
Hnokki Eylandi 9,5
Þór Stóra-Hofi 9,5
Hrönn Ragnheiðarstöðum 9,5
Viðja Geirlandi 9,5
Slæða Traðarholti 9,5
Bylgja Seljatungu 9,5
Blakkur Þykkvabæ I 9,5
Heiður Eystra-Fróðholti 9,5
Glanni Austurási 9,5
Svarta Perla Álfhólum 9,5
Dröfn Feti 9,5
Krafla Austurási 9,5
Hvellhetta Stangarlæk 1 9,5
Krossnes Lækjarbakka 2 9,5
Draumur Feti 9,5
Lýdía Eystri-Hól 9,5
Kastanía Kvistum 9,5

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar