Ekki pláss fyrir fulltrúa hestaíþrótta

  • 23. desember 2019
  • Fréttir
Samtök íþróttafréttamanna hafa kunngjört hvaða íþróttafólk er tilnefnt til íþróttamanns ársins 2019

Samtök íþróttafréttamanna hafa kunngjört það hvaða íþróttafólk er tilnefnt til íþróttamanns ársins 2019. Fulltrúi hestaíþrótta er ekki þeirra á meðal, þrátt fyrir að hafa unnið einstakt afrek á árinu sem senn er að líða.

Jóhann Rúnar Skúlason varð þrefaldur Heimsmeistari á árinu en kemur ekki til greina hjá íþrótta sérfræðingum þjóðarinnar sem íþróttamaður ársins. Með þessu er ljóst að hestaíþróttir eiga verulega undir högg að sækja, þrátt fyrir að vera þriðja fjölmennasta íþróttagrein landsins. Mikil óánægja ríkir meðal hestamanna og hafa margir þeirra tjáð sig á samfélagsmiðlum nú í morgun.

 

Á listanum má finna fulltrúa sjö mismunandi íþróttagreina.  Þrjár konur eru á listanum og sjö karlar en þau eru í stafrófsröð.

Anton Sveinn McKee – Sund

Arnar Davíð Jónsson – Keila

Aron Pálmarsson – Handbolti

Glódís Perla Viggósdóttir – Knattspyrna

Guðbjörn Jón Bjarnadóttir – Frjálsar íþróttir

Guðmundur Ágúst Kristjánsson – Golf

Gylfi Þór Sigurðsson – Knattspyrna

Júlían J.K. Jóhannsson – Kraftlyftingar

Martin Hermannsson – Körfubolti

Sara Björk Gunnarsdóttir- Knattspyrna

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar