Elísabet Íslandsmeistari í slaktaumatölti

Jöfn og spennandi úrslit í slaktaumatölti í unglingaflokki og þurfti að skera úr um fyrsta sætið með sætaröðun frá dómara.
Þær Elísabet Líf Sigvaldadóttir á Öskju frá Garðabæ og Lilja Rún Sigurjónsdóttir á Stormi frá Kambi voru jafnar í fyrsta og öðru sæti með 7.08 í einkunn. Eftir sætaröðun frá dómurum var ljóst að Íslandsmeistaratitilinn færi til Elísabetar og Lilja Rún varð í öðru sæti.
Í þriðja sæti varð Erla Rán Róbertsdóttir á Glettingi frá Skipaskaga með 6.83 í einkunn.

Nr. 1-2
Elísabet Líf Sigvaldadóttir – Askja frá Garðabæ – 7.08
Tölt frjáls hraði 7,00 7,00 7,00 7,50 7,50 = 7,17
Hægt tölt 7,00 7,50 7,00 7,50 7,00 = 7,17
Tölt með slakan taum 7,00 6,50 7,00 7,50 7,00 = 7,00
Nr. 1-2
Lilja Rún Sigurjónsdóttir – Stormur frá Kambi – 7.08
Tölt frjáls hraði 7,00 7,00 7,00 7,00 7,50 = 7,00
Hægt tölt 7,00 7,50 7,00 7,00 7,00 = 7,00
Tölt með slakan taum 7,00 7,00 7,00 7,50 7,50 = 7,17
Nr. 3
Erla Rán Róbertsdóttir – Glettingur frá Skipaskaga – 6.83
Tölt frjáls hraði 7,00 6,50 6,50 7,00 7,00 = 6,83
Hægt tölt 6,50 6,50 6,50 6,50 6,50 = 6,50
Tölt með slakan taum 7,00 7,00 7,00 7,00 7,00 = 7,00
Nr. 4
Dagur Sigurðarson – Glæsir frá Akranesi – 6.79
Tölt frjáls hraði 6,50 6,50 6,50 7,00 7,00 = 6,67
Hægt tölt 6,50 6,50 6,50 6,50 6,50 = 6,50
Tölt með slakan taum 7,00 7,00 7,00 7,00 7,00 = 7,00
Nr. 5
Hrefna Kristín Ómarsdóttir – Dynjandi frá Álfhólum – 6.71
Tölt frjáls hraði 7,50 7,50 6,50 7,00 7,50 = 7,33
Hægt tölt 6,50 7,00 6,50 6,50 6,50 = 6,50
Tölt með slakan taum 6,50 7,00 6,00 6,50 6,50 = 6,50
Nr. 6
Gabríel Liljendal Friðfinnsson – Feldur frá Höfðaborg – 6.46
Tölt frjáls hraði 7,00 7,00 6,50 7,00 6,50 = 6,83
Hægt tölt 6,50 7,00 6,50 6,50 7,00 = 6,67
Tölt með slakan taum 6,00 5,50 6,00 6,50 6,50 = 6,17