Ellefu hryssur fá heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár

Í ár eru það ellefu hryssur sem hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Til að hljóta heiðursverðlaun þarf hryssa að hafa að lágmarki 116 stig í aðaleinkunn kynbótamats eða aðaleinkunn kynbótamats án skeiðs og að eiga að minnsta kosti fimm sýnd afkvæmi.
Röðun hryssna ræðst af aðaleinkunn kynbótamats og í ár er efsta hryssan Verana frá Árbæ með 126 stig í kynbótamati aðaleinkunnar og 5 sýnd afkvæmi. Verona er því Glettubikarhafinn og mun viðtal við eiganda hennar birtast í árbók Eiðfaxa sem kemur út um miðjan desember.
Hér fyrir neðan er listi yfir þær hryssur sem hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár
Nafn og uppruni | BLUP Ae. | BLUP Ae. Án skeiðs | Fjöldi afkvæma | Fjöldi sýndra afkvæma |
Verona frá Árbæ | 126 | 119 | 12 | 5 |
Staka frá Stuðlum | 124 | 116 | 10 | 5 |
Oktavía frá Feti | 121 | 123 | 10 | 5 |
Skíma frá Kvistum | 121 | 123 | 9 | 5 |
Gifting frá Hofi I | 118 | 112 | 11 | 5 |
Alfa frá Blesastöðum 1A | 117 | 119 | 10 | 5 |
Gróska frá Dallandi | 116 | 117 | 9 | 5 |
Vissa frá Holtsmúla I | 116 | 113 | 16 | 5 |
Ólafía frá Lækjamóti | 114 | 121 | 9 | 5 |
Gerpla frá Hólabaki | 113 | 118 | 14 | 5 |
Katla frá Steinnesi | 113 | 118 | 16 | 5 |