Elva efst eftir milliriðla
Unglingaflokkurinn á Landsmótinu er feikna sterkur. Margar glæsilegar sýningar voru í morgun og rétt sluppu þau við rigninguna sem brostin er á á Gaddstaðaflötum.
Elva Rún Jónsdóttir er efst eftir milliriðla á Hraunari frá Vorsabæ II með 8,61 í einkunn. Rétt á eftir henni er Glódís Líf Gunnarsdóttir á Goða frá Ketilsstöðum með 8,60 í einkunn og í þriðja eru þær jafnar Lilja Dögg Ágústsdóttir á Klerki frá Bjarnanesi og Svandís Aitken Sævarsdóttir á Fjöður frá Hrísakoti en þær hlutu báðar 8,56 í einkunn.
Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr milliriðlum
Milliriðill – Unglingaflokkur – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Elva Rún Jónsdóttir Hraunar frá Vorsabæ II Sprettur 8,61
2 Glódís Líf Gunnarsdóttir Goði frá Ketilsstöðum Máni 8,60
3-4 Lilja Dögg Ágústsdóttir Klerkur frá Bjarnanesi Geysir 8,56
3-4 Svandís Aitken Sævarsdóttir Fjöður frá Hrísakoti Sleipnir 8,56
5 Matthías Sigurðsson Bragur frá Ytra-Hóli Fákur 8,55
6 Eik Elvarsdóttir Blær frá Prestsbakka Geysir 8,55
7 Sigurbjörg Helgadóttir Elva frá Auðsholtshjáleigu Fákur 8,54
8 Herdís Björg Jóhannsdóttir Snillingur frá Sólheimum Sprettur 8,53
9 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Aðgát frá Víðivöllum fremri Sprettur 8,52
10 Sigurður Steingrímsson Hátíð frá Forsæti II Geysir 8,51
11 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Göldrun frá Hákoti Geysir 8,51
12 Ragnar Snær Viðarsson Galdur frá Geitaskarði Fákur 8,49
13 Ída Mekkín Hlynsdóttir Marín frá Lækjarbrekku 2 Hornfirðingur 8,49
14-15 Hekla Rán Hannesdóttir Grímur frá Skógarási Sprettur 8,49
14-15 Fanndís Helgadóttir Ötull frá Narfastöðum Sörli 8,49
16 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Jökull frá Rauðalæk Þytur 8,48
17-18 Þórgunnur Þórarinsdóttir Hnjúkur frá Saurbæ Skagfirðingur 8,48
17-18 Jón Ársæll Bergmann Garri frá Gröf Geysir 8,48
19 Elísabet Vaka Guðmundsdóttir Heiðrún frá Bakkakoti Geysir 8,47
20 Guðný Dís Jónsdóttir Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ Sprettur 8,46
21-22 Júlía Björg Gabaj Knudsen Póstur frá Litla-Dal Sörli 8,44
21-22 Sara Dís Snorradóttir Bálkur frá Dýrfinnustöðum Sörli 8,44
23 Dagur Sigurðarson Gróa frá Þjóðólfshaga 1 Geysir 8,43
24 Eva Kærnested Nói frá Vatnsleysu Fákur 8,40
25 Guðlaug Birta Davíðsdóttir Ólína frá Skeiðvöllum Geysir 8,39
26 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir Ísó frá Grafarkoti Sprettur 8,37
27 Kolbrún Katla Halldórsdóttir Karen frá Hríshóli 1 Borgfirðingur 8,31
28 Fjóla Indíana Sólbergsdóttir Tína frá Hofi á Höfðaströnd Skagfirðingur 8,29
29 Kolbrún Sif Sindradóttir Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum Sörli 8,26
30 Helena Rán Gunnarsdóttir Kvartett frá Stóra-Ási Máni 8,21
31 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti Fákur 8,20