Íslandsmót Elvar og Fjalladís Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði þriðja árið í röð

  • 29. júní 2023
  • Fréttir
Niðurstöður frá Íslandsmóti fullorðna og ungmenna

Keppni í gæðingaskeiði fór fram í kvöld á Íslandsmótinu. Elvar Þormarsson mætti þar með hana Fjalladís frá Fornusöndum en þau hafa verið nánast ósigrandi í þessari grein undanfarin ár, ríkjandi Íslandsmeistarar og Landsmótssigurvegarar. Þau fóru nú ekki að bregða af vananum og lönduðu sínum þriðja Íslandsmeistaratitli í gæðingaskeiði í meistaraflokk. Þau hlutu 9,00 í einkunn og samkvæmt heimildum Eiðfaxa er þetta hæsta einkunn sem gefin hefur verið hér á Íslandi í þessari grein eftir að reglum greinarinnar var breytt.

Hinrik Bragason varð í öðru sæti á Trú frá Árbakka en þau hlutu 8,58 í einkunn. Frábær byrjun á keppnisferilnum hennar, en Trú er einungis sex vetra. Sigurður V. Matthíasson endaði í þriðja sæti á Glitni frá Skipaskaga með 8,46 í einkunn.

Verðlaunaafhending mun fara fram á laugardag.

Niðurstöður – Gæðingaskeið – Meistaraflokkur

Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Elvar Þormarsson Fjalladís frá Fornusöndum 9,00
2 Hinrik Bragason Trú frá Árbakka 8,58
3 Sigurður Vignir Matthíasson Glitnir frá Skipaskaga 8,46
4 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 8,33
5 Jakob Svavar Sigurðsson Ernir frá Efri-Hrepp 8,29
6 Daníel Gunnarsson Strákur frá Miðsitju 8,17
7 Hanna Rún Ingibergsdóttir Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk 8,08
8 Sigurður Sigurðarson Kári frá Korpu 7,83
9 Jakob Svavar Sigurðsson Nökkvi frá Hrísakoti 7,75
10 Guðmundur Björgvinsson Brimar frá Varmadal 7,67
11 Ásmundur Ernir Snorrason Páfi frá Kjarri 7,67
12 Hjörvar Ágústsson Orka frá Kjarri 7,58
13 Vignir Sigurðsson Sigur frá Bessastöðum 7,54
14 Sigursteinn Sumarliðason Bjarki frá Áskoti 7,50
15 Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum 7,42
16 Þorgeir Ólafsson Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu 7,33
17 Leó Hauksson Þota frá Vindási 7,25
18 Mette Mannseth Kalsi frá Þúfum 6,58
19 Helgi Gíslason Hörpurós frá Helgatúni 6,08
20 Þorgils Kári Sigurðsson Gjóska frá Kolsholti 3 4,83
21 Auðunn Kristjánsson Penni frá Eystra-Fróðholti 4,38
22 Hafþór Hreiðar Birgisson Náttúra frá Flugumýri 4,29
23 Sigurður Vignir Matthíasson Finnur frá Skipaskaga 2,38
24 Klara Sveinbjörnsdóttir Glettir frá Þorkelshóli 2 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar