Engin WR mót í ár

  • 20. apríl 2020
  • Fréttir

Í ljósi ferðahafta og samkomubanns hefur FEIF nú frestað öllum world ranking mótum sem á dagskrá eru í ár. Ákveðnar kröfur eru gerðar til þess að mót hljóti alþjóðlega staðla og að gögn þeirra séu notuð á world ranking listum ein af þeim er sú að dómaranir þurfi að vera alþjóðlegir dómarar og einn af þeim þarf a.m.k. að vera frá öðru aðildarlandi en mótið er haldið í.

Að minnsta kosti átta slík mót eru fyrirhuguð hér á landi en þau eru:

14. – 17 maí – WR Íþróttamót Sörla
15. – 17. maí –  WR Íþróttamót á Hólum og útskrift Hólanema – Skagfirðingur
22. – 24. maí – WR íþróttamót Sleipnis – Brávöllum
29. júní – 5. júlí – WR Reykjavíkurmeistaramót Fáks
1. – 2. ágúst – WR íþróttamót – Skagfirðingur
12. – 16. ágúst – Íslandsmót fullorðinna og ungmenna – Geysir
20. – 23. ágúst – WR Suðurlandsmót – Geysir

Hvernig mótahald sumarsins verður er erfitt til um að segja en ljóst er að samkomubann miðað við 50 manns sem tekur gildi frá 4.maí mun hafa áhrif á mótahald og framkvæmd þeirra.

As the restrictions due to COVID-19 affect the organisation of sport events it is not possible to guarantee equal conditions for WorldRanking events in all our member countries. Therefore, the Board of FEIF decided not to accept any WR results until further notice.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<