Equitana í mars

  • 23. janúar 2023
  • Fréttir
Stærsta sýningin í hestaheiminum

Equitana sýningin í Essen í Þýskalandi verður dagana 9. – 15. mars. Equitana er ein stærsta sýningin í hestaheiminum þar sem framleiðendur og þjónustufyrirtæki kynna sínar vörur og þjónustu fyrir þeim 180.000 gestum sem jafnan heimsækja sýninguna.

Equitana býður uppá eitthvað fyrir alla en fyrir utan að vera bransasýning, eru glæsilegar hestasýningar á kvöldin og HOP TOP sýningin er ein sú vandaðasta sem um getur og mikið er lagt upp úr því að heilla áhorfendur með heimsþekktum sýnendum.

Horses of Iceland verða á standi 6C15, 6C19 og munu HOI vera þar í samstarfi við IPZV sem er þýska Íslandshestasambandið

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar