Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum „Er búinn að ríða meira út núna en vanalega“

  • 26. janúar 2026
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir byrjaði keppnistímabilið í Meistaradeild Líflands af krafti með sigri í fjórgangi síðastliðið fimmtudagskvöld.

Aðalheiður mætti þar á hesti sínum Flóvent frá Breiðstöðum og leiddi að lokinni forkeppni með einkunnina 8,00, hún bætti svo í þegar í A-úrslit var komið og stóð uppi sem sigurvegari með einkunnina 8,10. Þetta er í þriðja sinn sem þau vinna fjórgang í Meistaradeild Líflands því það sama gerðu þau í fyrra og árið 2023.

Að loknum úrslitum tók Hulda Geirsdóttir Aðalheiði tali og ræddi við hana um Flóvent, fjórgangskeppnina og tímabilið sem framundan er.

 

Tryggðu þér ársáskrift að EiðfaxaTV strax í dag og horfðu á allt það helsta í hestaíþróttum í beinni. 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar