Er stóðhestum mismunað eftir staðsetningu?

  • 3. desember 2019
  • Fréttir
Fréttir af afkvæmaverðlaunum stóðhesta hafa borist nú í haust

Undanfarna daga hefur Eiðfaxi fjallað um hluta af þeim stóðhestum sem hlotið hafa afkvæmaverðlaun. Þessir hestar eru allir staðsettir utan landssteinanna og því verðlaunaðir í sínu heimalandi.

Margir hestar til viðbótar við þá sem hlotið hafa verðlaunin hafa náð þeim lágmörkum sem þarf til þess að hljóta afkvæmaverðlaun en ekki verið verðlaunaðir.

Það að þeir hestar sem hlotið hafa afkvæmaverðlaun er gott og blessað og hafa þeir sannarlega náð þeim lágmörkum sem til þarf hvað kynbótamatið og fjölda afkvæma varðar. Þó koma nokkrar spurningar upp í hugann þegar tilkynningar um afkvæmahesta erlendis berast sem stinga í stúf við reglur um afkvæmaverðlaun og því sem fylgt er hér á landi. En mikilvægt er að samræmi sé milli landa.

Fyrst að stóðhestar erlendis fá afkvæmaverðlaun án afkvæmasýninga á lands- og fjórðungsmótum, eins og reglur um afkvæmasýningar segja til um. Af hverju fá þá ekki þeir stóðhestar hér heima á Íslandi sem náð hafa lágmörkum verðlaun en ná ekki að setja saman hóp til afkvæmasýninga á stórmótum? Þarna hefur orðið til skekkja milli aðildarland sem þarf að bregðast við.

Eftirfarandi stóðhestar hafa náð lágmörkum til afkvæmaverðlauna, en ekki ennþá verið verðlaunaðir sem slíkir. Listin er birtur með fyrirvara um mistök.

  • Hnokki frá Fellskoti 118 stig, 46 dæmd afkvæmi -staðsettur í Danmörku
  • Sjóli frá Dalbæ 118 stig, 30 dæmd afkvæmi -staðsettur í Danmörku
  • Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum 118 stig, 31 dæmd afkvæmi – staðsettur í Frakklandi
  • Ágústínus frá Melaleiti 119 stig, 37 dæmd afkvæmi -staðsettur í Danmörku
  • Ljóni frá Ketilsstöðum 119 stig, 16 dæmd afkvæmi -staðsettur í Danmörku
  • Grímur frá Efsta-Seli 119 stig, 16 dæmd afkvæmi -staðsettur í Danmörku
  • Álfasteinn frá Selfossi 120 stig, 145 dæmd afkvæmi-staðsettur í Danmörku
  • Kappi frá Kommu 120 stig, 43 dæmd afkvæmi -staðsettur í Danmörku
  • Tjörvi frá Sunnuhvoli 121 stig, 18 dæmd afkvæmi – staðsettur í Danmörku
  • Héðinn frá Feti 121 stig, 18 dæmd afkvæmi – staðsettur í Danmörku
  • Viti frá Kagaðarhóli 121 stig, 23 dæmd afkvæmi – staðsettur í Danmörku
  • Glotti frá Sveinatungu 122 stig, 35 dæmd afkvæmi – staðsettur í Danmörku
  • Garri frá Reykjavík 123 stig, 136 dæmd afkvæmi – staðsettur í Danmörku

Hér fyrir neðan má lesa reglur um afkvæmaverðlaun hér á landi.

Reglur um afkvæmasýningar.

  •  Lágmörk til verðlauna fyrir afkvæmi eru sem hér segir:
  • Stóðhestar 1. verðlauna fyrir afkvæmi:
    118 stig í aðaleinkunn kynbótamats og a.m.k. 15 dæmd afkvæmi
  • Stóðhestar heiðursverðlaun:
    118 stig í aðaleinkunn kynbótamats og a.m.k. 50 dæmd afkvæmi
  •  Fjöldi afkvæma sem fylgja skal stóðhestum í afkvæmasýningu skal vera sem hér
    segir: stóðhestar til heiðursverðlauna 12; stóðhestar til 1. verðlauna 6.
  •  Öll afkvæmi sem koma fram í afkvæmasýningu skulu hafa hlotið kynbótadóm
  • Afkvæmahestar geta einungis komið einu sinni til þátttöku í hvert verðlaunastig á
    land- og fjórðungsmótum þ.e. til 1. verðlauna og heiðursverðlauna og þeir þurfa
    að vera á lífi og staðsettir á Íslandi. Eignarhald skiptir engu um þátttöku né
    verðlaunun.
  • Dómnefnd skal semja dómsorð er lýsi þeim meginþáttum sem einkenna
    afkvæmahópinn

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar