Erlendir áhrifavaldar upplifa íslenska hestinn

  • 16. október 2025
  • Fréttir

Frá vinstri: Caya Edenhofner, Berglind Margo Þorvaldsdóttir (verkefnastjóri Horses of Iceland), Annchen Augustine, Lena Wagner, Kristin Connors, Ebba Nilsson.

Samtals með yfir 5 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum

Í þessari viku taka fjórir erlendir áhrifavaldar og hestakonur þátt í sérstöku Horses of Iceland verkefni þar sem þær kynnast íslenska hestinum og menningu hans á Suðurlandi.

Þátttakarnir eru Annchen Augustine frá Þýskalandi, Kristin Connors frá Bandaríkjunum, Lena Wagner frá Þýskalandi og Ebba Nilsson frá Svíþjóð en samanlagt eru þær með yfir 5 milljónir fylgjendur á Instagram, TikTok, og YouTube. Þær dvelja á hestabúunum HjarðartúniHvoli og Sunnuhvoli, þar sem þær læra um fimm gangtegundir íslenska hestsins og kynnast íslenskum þjálfurum og daglegu lífi á búunum.

Á dagskránni eru einnig heimsóknir á Árbakka og Kjarr, þar sem ræktun, útflutningur og framtíð íslenska hestsins verður í brennidepli. Einnig fara þær m.a. í Hvammsvík, borða á Hótel Rangá, og fara í buggy-ferð í Reykjadal.

Á laugardaginn munu þær keppa hver við aðra í T7 – í léttri og vinalegri keppni sem markar lok þessa skemmtilega verkefnis.

Lesendur eru hvattir til að fylgjast með ferðalagi þeirra á samfélagsmiðlum Horses of Iceland og þátttakendanna sjálfra, þar sem sýnt verður frá ferðinni í myndum, myndböndum og sögum.

Verkefnið er hluti af markaverkefninu Horses of Iceland, sem miðar að því að efla vitund og áhuga á íslenska hestinum á heimsvísu. Top ReiterHrímnir, og Eques klæða stelpurnar yfir vikunna en margir aðrir samstsarfsaðilar Horses of Iceland koma að verkefninu. Síðar verður þáttur um ferðina birtur á EiðfaxaTV.

Hér fyrir neðan er að finna samfélagsmiðlakanala þeirra sem fylgst með ferðum stelpnana:

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar