Ert þú búin að skrá þig?

  • 13. september 2021
  • Fréttir
Rafræn menntaráðstefna um líkamsbeitingu hestsins

Menntanefnd LH stendur fyrir rafrænni menntaráðstefnu með heimsþekktum kennurum.  Þema ráðstefnunnar er líkamsbeiting hestsins, fræðin þar á bak við, sérstaða Íslenska hestsins ásamt andlegu hlið keppnis- og sýningahestsins. Ráðstefnan er sérstaklega hugsuð fyrir þjálfara innan Menntamatrixu FEIF og dómara innan Íslandshestamennskunnar, en hægt er að senda inn beiðni um aðgang sé viðkomandi ekki innan þessara hópa. Þátttaka í ráðstefnunni gildir sem símenntun fyrir Menntamatrixu FEIF og eins sem liður í símenntun dómara.

Stefnt er að 5 kvöldum í október og byrjun nóvember á þessu ári og verður einn fyrirlesari í senn fyrstu 4 kvöldin, fimmta kvöldið verður svo samantekt og pallborðsumræður. Fyrsta dagsetning er 5.október og svo væntanlega vikulega út þann mánuð. Fyrsti fyrirlesarinn er Hilary Clayton, heimsþekkt fyrir framlag sitt í rannsóknum á hreyfieðli hrossa sem og svo mörgu öðru. Á eftir henni er Víkingur Gunnarsson, fyrrum deildarstjóri hestafræðideildarinnar á Hólum, mjög reynslu mikill kynbótadómari og hefur rannsakað mikið lífeðlisfræði (e.biomechanics) og nýjar aðferðir við að meta gæði gangtegunda. Þriðji fyrirlesari er dr. Andrew McLean sem er einn fremsti hegðunar og atferlisfræðingur hrossa og síðust er Anja Beran, vel þekktur kennari en skýr og hagnýt kennsla hennar á rætur að rekja til portúgalska reiðstílsins sem og klassískan dressúr.

Dagskráin er eftirfarandi:

5.10.2021 Hillary Clayton
12.10.2021 Víkingur Gunnarsson
19.10.2021 Andrew McLean
26.10.2021 Anja Beran
2.11.2021 Panel discussions

Þátttakendur skrá sig hér.

Ráðstefnan verður á ensku.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<