 Ert þú í hestamannafélagi?
								
												Ert þú í hestamannafélagi?					
					
				 
									  
																	Fjölmargir hesteigendur og hestamenn eru ekki skráðir í félag. Þetta hefur margvísleg áhrif á starf félaganna og vill Landssamband hestamannafélaga því hvetja hestamenn til að taka virkan þátt í starfi sínu og kanna hvort hestamenn séu örugglega með virka félagsaðild.
Markmiðið er að fjölga skráningum í hestamannafélög landsins en á sama tíma að halda á lofti og bæta ímynd hestamanna sem og mikilvægi hestamennsku sem afreks- og almenningsíþróttar bæði í sveit og þéttbýli. Með auknum fjölda félagsmanna má auðvelda fyrir innleiðingu enn fleiri verkefna og hærra þjónustustigs öllum hestamönnum til heilla.
Dæmi um verkefni hestamannafélagana:
- Nýting, viðhald og umsjón innviða t.d. reiðhallir, þjálfunaraðstaða, keppnisvellir, beitarhólf og önnur sambærileg íþróttamannvirki.
- Þjónusta sem félögin bjóða gjarnan upp á eins og snjómokstur, losun á taði, lýsing, kerrustæði, plastgámar ofl.
- Hagsmunagæsla og réttindabarátta gagnvart öðrum almennings íþróttum og ágengi þéttbýlis, en einnig samtal og samningar við sveitarfélög og yfirvöld.
- Félögin standa vörð um íþróttina og ásýnd hennar sem og þá menningararfleifð sem hestamennskan er og tryggja að hún taki pláss í samfélaginu.
- Þá eru öryggismál, forvarnarmál, nýliðun, menntun, keppni, afreksstarf, þróun og uppbygging félagssvæðanna á ábyrgð félaganna auk þess sem aðstaða til ferðalaga, merkingar og skráning reiðleiða, áningargerði og vegpóstar væru ekki til staðar nema vegna þess að félögin láta sig þessa hluti varða.
 Ert þú í hestamannafélagi?
								
												Ert þú í hestamannafélagi?					 
																							 
                 
             
                 
             Minningarorð um Ragnar Tómasson
                            	
                                                Minningarorð um Ragnar Tómasson                     
                 
             
                 
             
                 
             
                 
             
										 
                        
                 
                        
                