Faðerni Flygils frá Votmúla uppfært
Þekkingarfyrirtækið Matís endurgerði nýlega DNA prófíl fyrir stóðhestinn IS1989187600 Flygil frá Votmúla.
Flygill drapst fyrir nokkrum árum en prófilinn var gerður með því að nota DNA sýni úr afkvæmum hans, sem og sýni úr mæðrum þeirra. Kom í ljós að Flygill frá Votmúla gæti ekki verið undan IS1981186122 Ljóra frá Kirkjubæ eins og hann var áður skráður. DNA prófíllinn passaði hins vegar við IS1984151002 Létti frá Sauðárkróki sem var einnig skráður faðir nokkurra annarra hrossa sem ræktaðir voru á Votmúla og fæddir 1989. Faðerni Flygils hefur í kjölfarið verið leiðrétt í WorldFeng.
Flygill var notaður sem stóðhestur í nokkur ár og á 73 skráð afkvæmi. Flygill hlaut 7,93 í aðaleinkunn á Landsmóti árið 1994 eftir að hafa hlotið 7,96 í aðaleinkunn á kynbótasýningu fyrr um vorið.