Fákar og fólk

  • 3. desember 2019
  • Sjónvarp Fréttir
Ný og glæsileg ljósmyndabók - Svipmyndir úr hestamennsku í 30 ár!

Eiríkur Jónsson sem hóf að mynda hesta fyrir alvöru sumarið 1979 varð fljótt iðinn við myndatökur á hestamótum og tók þá einkum ljósmyndir fyrir greinar sem hann skrifaði fyrir Vísi og síðar DV, en að auki ritaði hann greinar í ýmis sérblöð og ritstýrði öðrum. Það var skemmtileg tilviljun að hrossarækt tók stórstígum framförum á þeim tíma er Eiríkur hóf að mynda hross og hefur ræktunin aukist jafnt og þétt fram til dagsins í dag, þannig að grunnur myndasafns Eiríks er um leið spegilmynd kynbótahrossaþróunar á Íslandi. Í ljósmyndasafni Eiríks eru nú um 167.000 myndir frá rúmlega 630 viðburðum tengdum hestamennsku um allt land. Myndir fyrri ára eru eingöngu svart-hvítar, frá 1995 til 2003 eru myndirnar í lit á filmum og frá 2004 til 2010 eingöngu stafrænar. Myndir á Eiríkur af langflestum gæðingum, kappreiðahrossum og kynbótahrossum áranna 1979–2009 auk knapa, umsjónarmanna og eigenda hrossanna. Einnig er í safninu talsvert magn af náttúrulífshestamyndum.

 

Hægt er að panta bókina á heimasíðu Nýhafnar

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar