Fall á lyfjaprófi á HM

  • 10. nóvember 2023
  • Fréttir

Alþjóðasamtök íslenska hestsins (FEIF) greina frá því á heimasíðu sinni að á þeim tilviljunakenndu lyfjaprófum sem tekin voru á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í sumar hafi fundist óhóflega mikið magn af barksterunum, Triamxinolene Acetonide, í blóðprufu sem tekin var úr keppnishestinum Felix från Änghaga að lokinni forkeppni í tölti. Í samtali Eiðfaxa við dýralækni kemur það fram að þetta eru bólgueyðandi sterar og gefnir í ákveðnum bólgutilfellum.

Í yfirlýsingu FEIF kemur fram að knapi hestsins, Vignir Jónasson, hafi frá fyrsta degi verið samvinnuþýður og tekið á sig fulla ábyrgð á málinu. Skýringar hans á notkun lyfsins eru trúverðugar. Lyfið var því notað á viðeigandi hátt en hafði ekki brotnað niður í blóðinu fyrir mótið.  FEIF hefur því komist að þeirri niðurstöðu að Vignir hljóti ekki frekari refsingar, s.s. keppnisbann en allur árangur hans á HM með Felix verði þurrakaður út. Nýjar niðurstöður frá mótinu munu birtast innan skamms.

Í samtali blaðamanns Eiðfaxa við Vignir Jónasson segist hann vera miður sín yfir málinu.

„Ég er í sannleika sagt miður mín yfir þessu máli, ásetningur minn var enginn. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að hesturinn var ekki undir beinum áhrifum af lyfinu á mótinu heldur fundust snefilefni af því í blóðinu. Forsaga málsins er sú að Felix var með örlítil meiðsli í kjálkalið sem reyndur dýralæknir taldi að væri best að meðhöndla með þessum bólgueyðandi sterum. Samkvæmt notkunarupplýsingum lyfsins átti endingartími þess í blóðinu að vera liðinn þegar að keppni á HM myndi hefjast. Ég hef verið heiðarlegur með þetta gagnvart FEIF allan tíman líkt og kemur fram í yfirlýsingu þeirra en vil endurtaka að ég harma þetta mjög.“

Tilkynninga FEIF í heild sinni á ensku:

There is unanimous agreement the World Championships 2023 were a great event, in a perfect area, well organised, welcoming and supported by very helpful and friendly volunteers.  Unfortunately, there is also an unpleasant point which needs to be mentioned. 

During the World Championships random doping tests were carried out among the sport and breeding horses according to FEI Equine Anti-Doping rules.  The FEI approved laboratory, Laboratoire des Courses Hippiques, which tested the collected samples reported an Adverse Analytical Finding of Triamcinolone Acetonide, a Corticosteroid, in the blood sample collected from Felix från Änghaga after the T1 Preliminary on August 11, 2023.

Because this is a first offense and the Adverse Analytical Finding involves a single Controlled Medication Substance, the rider, Vignir Jónasson, chose to have this matter processed under the “Administrative Procedure” (EAD Rules Article 8.3.1).  According to the FEI rules, this means a disqualification of the rider/horse combination from the World Championships including forfeiture of marks and prizes. New result lists will be published later this week.

Mr. Jónasson was completely cooperative with the procedure.  He provided FEIF with a credible explanation of why the controlled medication was used.  Based on the information provided, FEIF concludes the medication was used appropriately but not given enough time to fully metabolize before the World Championships. There is no suspension period for either Mr. Jónasson nor his horse. This Controlled Substances violation does not count toward multiple violations in the future as described in EAD Rules Article 10.9

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar