Íslandsmót Fanndís Íslandsmeistari í slaktaumatölti í unglingaflokki

  • 21. júlí 2024
  • Fréttir

Myndir: Gunnhildur Jóns

Niðurstöður frá Íslandsmóti barna og unglinga

Það er ótrúlegur hestakosturinn á Íslandsmóti barna og unglinga og reiðmennskan frábær. A úrslitum lokið í slaktaumatölti í unglingaflokki og eru þetta önnur úrslit dagsins sem ráðast af sætaröðun dómara en það segir margt um styrkleika knapa og hesta.

Fanndís Helgadóttir á Ötul frá Narfastöðum og Lilja Rún Sigurjónsdóttir á Arion frá Miklholti voru jafnar í efsta sæti með 7,13 í einkunn. Eftir sætaröðun frá dómurum þá er það Fanndís Helgadóttir sem endar sem Íslandsmeistari í greininni. Í þriðja sæti varð Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson á Polku frá Tvennu með 6,92 í einkunn.

Nr. 1-2
Knapi: Fanndís Helgadóttir – Sörli – Ötull frá Narfastöðum – 7,13
Tölt frjáls hraði 7,50 7,00 7,00 7,00 6,50 = 7,00
Hægt tölt 6,00 6,50 6,50 7,00 6,50 = 6,50
Tölt með slakan taum 7,50 7,50 7,50 7,50 7,00 = 7,50

Nr. 1-2
Knapi: Lilja Rún Sigurjónsdóttir – Fákur – Arion frá Miklholti – 7,13
Tölt frjáls hraði 7,00 7,50 7,50 7,00 6,00 = 7,17
Hægt tölt 7,00 7,00 7,00 7,00 6,50 = 7,00
Tölt með slakan taum 7,00 8,00 7,50 7,00 6,50 = 7,17

Nr. 3
Knapi: Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson – Sprettur – Polka frá Tvennu – 6,92
Tölt frjáls hraði 7,00 7,00 7,00 6,50 7,00 = 7,00
Hægt tölt 7,50 7,00 7,00 7,00 7,00 = 7,00
Tölt með slakan taum 6,50 7,50 7,00 6,50 7,00 = 6,83

Nr. 4
Knapi: Hrefna Kristín Ómarsdóttir – Fákur –  Hrafnadís frá Álfhólum – 6,75
Tölt frjáls hraði 6,00 6,50 7,00 6,50 6,50 = 6,50
Hægt tölt 6,50 6,50 6,50 6,50 6,50 = 6,50
Tölt með slakan taum 7,00 7,00 6,50 7,00 7,50 = 7,00

Nr. 5
Knapi: Sigurbjörg Helgadóttir – Fákur – Kóngur frá Korpu – 6,54
Tölt frjáls hraði 6,00 6,50 6,50 6,50 6,00 = 6,33
Hægt tölt 6,50 6,50 6,50 6,50 6,50 = 6,50
Tölt með slakan taum 6,50 7,50 7,00 6,50 6,50 = 6,67

Nr. 6
Knapi: Camilla Dís Ívarsd. Sampsted – Fákur – Bjarmi frá Akureyri – 6,04
Tölt frjáls hraði 6,00 6,50 6,00 6,00 6,50 = 6,17
Hægt tölt 5,00 6,00 5,50 5,50 6,00 = 5,67
Tölt með slakan taum 6,50 6,50 6,00 5,50 6,00 = 6,17

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar