FEIF FEIF Youth Camp í fullum gangi

  • 12. júlí 2025
  • Fréttir

Á Hvanneyri fer nú fram FEIF Youth Camp sem eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára. Markmið Feif Youth Camp er að kynna hestamennsku fyrir krökkum frá aðildarlöndum FEIF, auka skilning á menningarlegum mun og að gefa þeim tækifæri til að hitta og kynnast ungu fólk með sama áhugamál og í mörgum tilfellum, eignast vini fyrir lífstíð. Feif youth camp fór fyrst fram 1986 og er þetta í fjórða sinn sem það fer fram á Íslandi.

Sumarbúðirnar standa yfir í sex daga og er dagskráin ákaflega spennandi, þar sem meðal annars er boðið uppá hópefli, reiðtúra, fjölbreytta fyrirlestra, sýnikennslu, sætisæfingar og skoðunarferð um Borgarfjörðinn.

Þátttakendur eru 32, ásamt 10 farastjórum, frá 11 aðildarlöndum FEIF og á Ísland alls fjóra fulltrúa.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar