Félagsmóti Skagfirðings frestað

  • 22. ágúst 2024
  • Tilkynning

Knapar úr Skagfirðingi. Ljósmynd: Facebooksíða Hestamannafélagsins Skagfirðings.

Á facebook síðu Hestamannafélagsins Skagfirðings kemur fram að vegna óhagstæðrar veðurspár hefur félagsmóti félagsins verið frestað um eina viku.

Vegna kulda og slæmrar veðurspár hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta félagsmótinu um viku. Það verður því haldið helgina 31.ágúst-1.september með von um örlítið betri spá

Greinar sem í boði verða:

B-flokkur, A-flokkur, B-flokkur áhugamanna, A-flokkur áhugamanna, B-flokkur ungmenna, A-flokkur ungmenna, unglingaflokkur, barnaflokkur, gæðingatölt meistaraflokkur, gæðingatölt opinn flokkur (gæðingaflokkur2) og pollaflokkur. Einnig verður bætt við 100m skeiði og 150m skeiði

Skráning verður opnuð aftur og verður opin til þriðjudagsins 27.ágúst kl 20:00. Þær skráningar sem fyrir eru, haldast inni. Ef óskað er eftir að afskrá og fá endurgreitt er hægt að senda skilaboð hér á Facebook eða á itrottamot@gmail.com

— Félagsmótið er lokað mót (einungis fyrir félagsmenn/hest í eigi félagsmann Skagfirðings) og riðin verður venjuleg forkeppni —

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar