Fenrir efstur sex vetra stóðhesta
Fenrir frá Finnastöðum og Viðar Ingólfsson Ljósmynd: Nicki Pfau
Á Íslandi voru 83 sex vetra gamlir stóðhestar sýndir í fullnaðardómi í ár. Hæstan dóm af þeim hlaut Fenrir frá Finnastöðum sem sýndur var af Viðari Ingólfssyni. Hann hlaut fyrir sköpulag 8,54 þar sem hæst ber einkunnin 9,5 fyrir hófa 9,0 fyrir háls, herðar og bóga og prúðleika. Fyrir hæfileika hlaut hann 9,04, sem er hæsta hæfileikaeinkunn ársins á Íslandi í ár. Hlaut hann einkunnina 9,5 fyrir tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið og 9,0 fyrir brokk, greitt stökk, fet og hægt tölt. Aðaleinkunn hans er því 8,86. Fenrir er ræktaður af þeim Björgvini Daða Sverrissyni og Helenu Ketilsdóttur og er undan Þránni frá Flagbjarnarholti og Aþenu frá Akureyri.
Sá sex vetra stóðhestur sem hæsta einkunn hlaut fyrir sköpulag var Skúmur frá Skagaströnd sýndur af Teiti Árnasyni, ræktaður af Þorláki Sigurði Sveinssyni en eigandi er Eyrún Ýr Pálsdóttir. Skúmur er undan Apollo frá Haukholtum og Þrumu frá Skagaströnd og hlaut hann 8,88 fyrir sköpulag. Þar af 9,5 fyrir samræmi og 9,0 fyrir höfuð, háls, herðar og bóga, bak og lend og samræmi.
Hæst dæmdu sex vetra hestar ársins
| Nafn | Uppruni í þgf. | Sýnandi | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn ▴ |
| Fenrir | Finnastöðum | Viðar Ingólfsson | 8.54 | 9.04 | 8.86 |
| Neisti | Ytri-Skógum | Hlynur Guðmundsson | 8.51 | 8.82 | 8.72 |
| Karl | Kráku | Helga Una Björnsdóttir | 8.55 | 8.72 | 8.66 |
| Aríus | Bjarnarhöfn | Vera Evi Schneiderchen | 8.4 | 8.75 | 8.63 |
| Draupnir | Kverk | Benjamín Sandur Ingólfsson | 8.28 | 8.76 | 8.59 |
| Drangur | Ketilsstöðum | Bergur Jónsson | 8.56 | 8.58 | 8.57 |
| Skuggi | Sumarliðabæ 2 | Þorgeir Ólafsson | 8.46 | 8.62 | 8.56 |
| Ringó | Austurási | Teitur Árnason | 8.57 | 8.55 | 8.56 |
| Fáfnir | Hjarðarholti | Árni Björn Pálsson | 8.55 | 8.52 | 8.53 |
| Fálki | Traðarlandi | Teitur Árnason | 8.44 | 8.58 | 8.53 |
FEIF krefst þess að blóðmerahaldi verði hætt
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Tilnefningar til knapaverðlauna LH