Fimm hross hlutu 10 og þrjátíu 9,5 fyrir skeið
Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa og beinum sjónum okkar að er skeið.
Skeið skal sýnt á þeim mesta hraða þar sem hesturinn ræður við að ganga í jafnvægi heila ferð. Full sprettlengd er 150 metrar (75 metrar hjá fjögurra vetra hrossum). Auðveld niðurtaka á skeið af stökki á greiðri ferð, létt taumsamband á sprettinum sem og mjúkleg niðurhæging í jafnvægi eru verkefni sem geta vegið til hækkunar á einkunnum enda sýna þau fram á jafnvægi hestsins og öryggi á sprettinum. Að sama skapi skal einkunn lækka um 0,5 hið minnsta séu miklir erfiðleikar í upphafi spretts, hesturinn þarf mikla hjálp frá knapa til að halda jafnvægi á sprettinum eða ef hesturinn styttir sig í niðurhægingu. Skeiðið telst takthreint ef svif er greinilegt og einungis er um lítilsháttar frávik frá niðurkomu hliðstæðra fóta að ræða.
Þau fimm hross sem hlutu 10,0 fyrir skeið í ár eru Herakles frá Þjóðólfshaga, Hildur frá Fákshólum, Liðsauki frá Áskoti, Mjallhvít frá Sumarliðabæ 2 og Væta frá Leirulæk.
Athygli vekur að Sleipnisbikarhafi ársins í ár, Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, á fimm afkvæmi sem hlutu úrvalseinkunn fyrir skeið enda stendur hann framarlega í kynbótamatinu fyrir skeið. Þá eiga þeir Adrían frá Garðshorni á Þelamörk og Spuni frá Vesturkoti þrjú hross í þessum hópi.
Þá verður að minnast á Gnýpu frá Leirulæk sem er móðir þeirra Hildar frá Fákshólum og Gnýpu frá Leirulæk sem hlutu báðar 10,0 fyrir skeið.
Tvær fjögurra vetra hryssur þær Orka frá Sámsstöðum og Óskadís frá Steinnesi hlutu 9,5 fyrir skeið en þær eru báðar undan Adrían frá Garðshorni á Þelamörk.
Nafn ▾ | Uppruni í þgf. | Faðir | Móðir |
Álfatýr | Skíðbakka I | Víðir frá Enni | Ýr frá Skíðbakka 1 |
Eyfjörð | Litlu-Brekku | Þráinn frá Flagbjarnarholti | Esja Sól frá Litlu-Brekku |
Galbjartur | Hóli | Hófadynur frá Hafsteinsstöðum | Mjöll frá Hóli |
Gljásteinn | Íbishóli | Óskasteinn frá Íbishóli | Gletta frá Íbishóli |
Guttormur | Dallandi | Spuni frá Vesturkoti | Gróska frá Dallandi |
Herakles | Þjóðólfshaga 1 | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | Hera frá Stakkhamri |
Herborg | Felli | Apollo frá Haukholtum | Hlín frá Fákshólum |
Hetja | Bessastöðum | Þór frá Torfunesi | Bylting frá Bessastöðum |
Hildur | Fákshólum | Ölnir frá Akranesi | Gnýpa frá Leirulæk |
Hraundís | Selfossi | Viðar frá Skör | Hafdís frá Hólum |
Íshildur | Hólum | Skýr frá Skálakoti | Storð frá Hólum |
Jökull | Breiðholti í Flóa | Huginn frá Haga I | Gunnvör frá Miðsitju |
Kamma | Margrétarhofi | Spuni frá Vesturkoti | Harpa frá Gunnarsstöðum I |
Kaspar | Steinnesi | Jarl frá Árbæjarhjáleigu II | Kolfinna frá Steinnesi |
Koltur | Stóra-Bakka | Organisti frá Horni I | Ynja frá Miðkoti |
Léttir | Þóroddsstöðum | Nói frá Stóra-Hofi | Fjöður frá Þóroddsstöðum |
Liðsauki | Áskoti | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | Dulúð frá Áskoti |
Lukka | Breiðholti, Gbr. | Ómur frá Kvistum | Hrund frá Torfunesi |
Mjallhvít | Sumarliðabæ 2 | Stáli frá Kjarri | Þyrnirós frá Þjóðólfshaga I |
Nóta | Flugumýri II | Blysfari frá Fremra-Hálsi | Smella frá Flugumýri |
Númi | Árbæjarhjáleigu II | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | Nútíð frá Skarði |
Orka | Sámsstöðum | Adrían frá Garðshorni | List frá Sámsstöðum |
Óskastund | Steinnesi | Adrían frá Garðshorni | Óskadís frá Steinnesi |
Píla | Íbishóli | Óskasteinn frá Íbishóli | Sæunn frá Stórholti |
Sandra | Þúfu í Kjós | Toppur frá Auðsholtshjáleigu | Folda frá Þúfu í Kjós |
Spönn | Örk | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | Hnota frá Koltursey |
Stardal | Stíghúsi | Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum | Álöf frá Ketilsstöðum |
Stikla | Stóra-Ási | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | Hending frá Stóra-Ási |
Tindra | Vinkärgård | Ægir från Skeppargården | Tibrá fra Vinkærgård |
Tindur | Laugarbökkum | Spuni frá Vesturkoti | Blökk frá Laugarbökkum |
Tobías | Svarfholti | Ómur frá Kvistum | Tálbeita frá Flekkudal |
Tolli | Ólafsbergi | Ölnir frá Akranesi | Teikning frá Keldudal |
Valíant | Garðshorni á Þelamörk | Adrían frá Garðshorni | Mánadís frá Hríshóli I |
Væta | Leirulæk | Konsert frá Hofi | Gnýpa frá Leirulæk |
Ýr | Selfossi | Kiljan frá Steinnesi | Eik frá Ármóti |