Fimmgangsmót Blue Lagoon mótaraðarinnar fer fram í næstu viku

  • 25. febrúar 2025
  • Fréttir

Næsta keppni í Blue Lagoon mótaröðinni fer fram fimmtudaginn 6.mars í Samskipahöllinni. ATH! mótið hefst kl.16:30! Mótið er opið öllum knöpum í yngri flokkum. Keppt verður í fimmgangi.

Eftirtaldir flokkar verða í boði;

Barnaflokkur (10-13ára), tveir flokkar í boði, minna vanir (F3) og meira vanir (F2).

Unglingaflokkur (14-17ára), tveir flokkar í boði, minna vanir (F3) og meira vanir (F2).

Ungmennaflokkur (18-21árs). Eingöngu einn flokkur í boði, F2.

Hér má nálgast reglur um íþróttakeppni:

LÖG og REGLUR – Hestaíþróttadómarafélagið

6 efstu knapar fara í úrslit en það verða ekki riðin B-úrslit. Knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokki safna stigum í gegnum mótaröðina og verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapana í hverjum flokki á síðasta mótinu.

Knapar telja eingöngu til stiga í einum flokki.

Þeir knapar sem hafa keppt á stórmótum svo sem Landsmóti og- eða Íslandsmóti í sínum flokkum er bent á að skrá sig í flokk fyrir meira vana – en mótshaldarar ítreka að skráning er ætíð á ábyrgð hvers og eins keppanda.

ATH! Það eru fjöldatakmarkanir í öllum flokkum, skráið því sem allra fyrst til að tryggja ykkur pláss. Skráning opnar 27.febrúar og lýkur á miðnætti þriðjudaginn 4.mars. Við bendum á að knapar mega eingöngu skrá 2 hesta. Skráning fer fram á www.sportfengur.com. Öllum fyrirspurnum og afskráningum skal senda á bluelagoonmotarodin@gmail.com.

ATH! Ekki er tekið við skráningum eftir að skráningarfresti lýkur. Skráningargjöld eru 4000kr.

Fjöldatakmarkanir eru eftirfarandi:

Börn minna vanir – 15

Börn meira vanir – 15

Unglingar minna vanir – 15

Unglingar meira vanir – 20

Ungmenni – 15

Gaman að segja frá því að BLUE LAGOON mótaröðin verður í beinni útsendingu á EIÐFAXI TV, www.eidfaxitv.is, ókeypis í allan vetur og einnig á rásum Eiðfaxa á myndlykli Símans og myndlykli Vodafone.

Ráslistar og dagskrá verður birt miðvikudaginn 5.mars á facebook síðu mótsins – https://fb.me/e/4nAd3ozW0

Veitingasala verður opin í veislusalnum.

Í boði verður æfingatími í allri Samskipahöllinni mánudaginn 3.mars kl.21:00-23:00 (er ekki á sunnudegi vegna hundasýningar helgina 1.-2.mars). Best ef börn og unglingar fái að fara fyrri hluta tímans og ungmenni seinni hluta tímans. Vonumst til að sjá sem flesta fimmtudaginn 6.mars nk. í Samskipahöllinni.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar