Áhugamannadeild Norðurlands Fimmgangur í Áhugamannadeild Norðurlands í dag

  • 15. mars 2025
  • Fréttir
Keppt verður í fimmgangi F3 minna vanir og F2 meira vanir.

Komið er að næsta móti í Áhugamannadeild Norðurlands sem fer fram í dag (laugardag 15. mars) í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki.

Keppt verður í fimmgangi F3 minna vanir og F2 meira vanir. Keppni hefst klukkan 13:00. Frítt inn í höllina en einnig er mótið sýnt í beinni í opinni dagskrá á EiðfaxaTV, Sjónvarpi Símans og Vodafone.

Ráslista er hægt að sjá í HorseDay smáforritinu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar