Fimmtán hross hlutu 9,5 fyrir fegurð í reið
Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er eiginleikinn fegurð í reið.
Fegurð í reið er mat á heildar útgeislun hestsins í gegnum alla sýninguna. Tekið er mið af líkamsbeitingu hestsins, reisingu, höfuðburði, skrokkmýkt, taglburði og fótahreyfingum á öllum gangtegundum. Einkunnin 10,0 hefur aldrei verið gefinn fyrir þennan eiginleika og á því varð ekki breyting í ár.
Fimmtán hross hlutu einkunnina 9,5 í ár, þar af þrjú þeirra undan Kveiki frá Stangarlæk 1, sem öllu voru sýnd af Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur. Þar af voru tvö þeirra frá Breiðstöðum þau Hulinn og Senía en til viðbótar við þau var það Baldvin frá Margrétarhofi. Helga Una Björnsdóttir sýndi einnig þrjú hross sem hlutu 9,5 fyrir fegurð í reið en það voru Hátíð frá Efri-Fitjum, Húni frá Ragnheiðarstöðum og Auður frá Hamarsey.
Nafn ▾ | Uppruni í þgf. | Faðir | Móðir |
Arney | Ytra-Álandi | Skýr frá Skálakoti | Erla frá Skák |
Auður | Hamarsey | Hektor frá Hamarsey | Kná frá Varmalæk |
Aþena | Þjóðólfshaga 1 | Skýr frá Skálakoti | Arna frá Skipaskaga |
Baldvin | Margrétarhofi | Kveikur frá Stangarlæk 1 | Gletta frá Margrétarhofi |
Halldóra | Hólaborg | Leiknir frá Vakurstöðum | Gefjun frá Litlu-Sandvík |
Hátíð | Efri-Fitjum | Vökull frá Efri-Brú | Hrina frá Blönduósi |
Hetja | Hestkletti | Glúmur frá Dallandi | Hafdís frá Skeiðvöllum |
Hrafn | Oddsstöðum I | Viti frá Kagaðarhóli | Elding frá Oddsstöðum |
Hulinn | Breiðstöðum | Kveikur frá Stangarlæk 1 | Díana frá Breiðstöðum |
Húni | Ragnheiðarstöðum | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | Hending frá Úlfsstöðum |
Klukka | Þúfum | Hróður frá Refsstöðum | List frá Þúfum |
Safír | Laugardælum | Þráinn frá Flagbjarnarholti | Skarf frá Laugardælum |
Senía | Breiðstöðum | Kveikur frá Stangarlæk 1 | Manía frá Breiðstöðum |
Vala | Hjarðartúni | Hrókur frá Hjarðartúni | Mánadís frá Víðidal |
Valbjörk | Valstrýtu | Ljósvaki frá Valstrýtu | Snót frá Fellskoti |