Fimmtán pör yfir 8,0 í tölti

  • 20. nóvember 2023
  • Fréttir

Keppnisárinu á Íslandi sem og víðast annars staðar er nú lokið og allir mótshaldarar ættu að vera búnir að skila inn niðurstöðum. Þá er gaman að skoða stöðulista ársins í mismunandi greinum og það er það sem Eiðfaxi ætlar að gera á næstu vikum.

Fimmtán pör náðu þeim stórgóða árangri að hljóta yfir 8,0 í einkunn í forkeppni í töltkeppni (T1). Hæstu einkunn ársins á Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bárði frá Melabergi en hún varð Íslands- og heimsmeistari í greininni.

Hér fyrir neðan eru þau 15 pör sem hlutu 8,0 eða hærra í forkeppni á árinu.

 

Nr. Knapi Hross Einkunn
1 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður 8,90
2 Árni Björn Pálsson Kastanía 8,70
3 Páll Bragi Hólmarsson Vísir 8,57
4 Helga Una Björnsdóttir Fluga 8,43
5 Viðar Ingólfsson Þór 8,40
6 Teitur Árnason Dússý 8,37
7 Teitur Árnason Sigur 8,20
8 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur 8,20
9 Jakob Svavar Sigurðsson Tumi 8,17
10 Guðmar Þór Pétursson Sókrates 8,17
11 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur 8,13
12 Arnhildur Helgadóttir Vala 8,13
13 Teitur Árnason Auðlind 8,10
14 Daníel Jónsson Heiður 8,03
15 Leó Geir Arnarson Matthildur 8,00

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar