Fimmtán pör yfir 8,0 í tölti

Keppnisárinu á Íslandi sem og víðast annars staðar er nú lokið og allir mótshaldarar ættu að vera búnir að skila inn niðurstöðum. Þá er gaman að skoða stöðulista ársins í mismunandi greinum og það er það sem Eiðfaxi ætlar að gera á næstu vikum.
Fimmtán pör náðu þeim stórgóða árangri að hljóta yfir 8,0 í einkunn í forkeppni í töltkeppni (T1). Hæstu einkunn ársins á Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bárði frá Melabergi en hún varð Íslands- og heimsmeistari í greininni.
Hér fyrir neðan eru þau 15 pör sem hlutu 8,0 eða hærra í forkeppni á árinu.
Nr. | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Jóhanna Margrét Snorradóttir | Bárður | 8,90 |
2 | Árni Björn Pálsson | Kastanía | 8,70 |
3 | Páll Bragi Hólmarsson | Vísir | 8,57 |
4 | Helga Una Björnsdóttir | Fluga | 8,43 |
5 | Viðar Ingólfsson | Þór | 8,40 |
6 | Teitur Árnason | Dússý | 8,37 |
7 | Teitur Árnason | Sigur | 8,20 |
8 | Ragnhildur Haraldsdóttir | Úlfur | 8,20 |
9 | Jakob Svavar Sigurðsson | Tumi | 8,17 |
10 | Guðmar Þór Pétursson | Sókrates | 8,17 |
11 | Jakob Svavar Sigurðsson | Skarpur | 8,13 |
12 | Arnhildur Helgadóttir | Vala | 8,13 |
13 | Teitur Árnason | Auðlind | 8,10 |
14 | Daníel Jónsson | Heiður | 8,03 |
15 | Leó Geir Arnarson | Matthildur | 8,00 |