Fimmti þáttur af „Á mótsdegi“ kemur út í kvöld

Skeiðmót Meistaradeildarinnar Líflands í hestaíþróttum fór fram laugardaginn 29.mars og var keppt í 150 m. skeiði og gæðingaskeiði.
Eiðfaxi TV hefur verið að sýna beint frá Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum ásamt því að gefa út annað efni tengt deildinni. Í kvöld kl 20:00 kemur út fimmti þáttur í þáttaröðinni Á MÓTSDEGI.
Þættirnir gefa áhorfendum innsýn í það hvernig það er að vera keppandi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum, hvað felst í undirbúningi og hvernig mótsdagurinn lítur út frá sjónarhóli keppendans.
Í þetta skiptið fylgdi Ásta Björk Friðjónsdóttir, þáttarstjórnandi, eftir Konráði Val Sveinssyni en hann keppti á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk í gæðingaskeiði og Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II í 150 m. skeiði en Konráð er einn farsælasti skeiðkappreiðaknapi íslandshestaheimsins.
Ekki missa af þessum þætti og svo miklu meira til á www.eidfaxitv.is og tryggðu þér áskrift. Enskur og þýskur texti í boði.