Finnbogi vann fimmganginn

Finnbogi Bjarnason og Einir frá Enni Myndir: Carolin Giese
Í gærkvöldið fór fram keppni í fimmgangi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Var um þriðja mót ársins að ræða en áður hafði verið keppt í fjórgangi og gæðingalist.
Það var hart barist í úrslitum en fyrir síðasta atriðið, skeið, var Katla Sif Snorradóttir efst á Gimsteini frá Víðinesi. Það fór ekki alveg sem skildi hjá þeim Kötlu og Gimmsteini og enduðu þau í fimmta sæti. Finnbogi Bjarnason og Einir frá Enni hlutu hæstu einkunnina fyrir skeiðsýningarnar í úrslitunum og tryggði það þeim gullið með 7,07 í einkunn. Sara Dís Snorradóttir endaði önnur á Kvisti frá Reykjadal með 6,83 í einkunn en hún keppti sem villiköttur fyrir lið Þúfna og í þriðja sætið varð Guðmar Hólm Ísólfsson á Sindra frá Lækjamóti II með 6,64 í einkunn.

Það var lið Uppsteypu sem var stigahæsta liðið en fyrir liðið kepptu þeir Guðmar Hólm Ísólfsson, Þorvaldur Logi Einarsson og Jóhann Magnússon.
Næsta mót í KS deildinni verður þann 25. apríl en þá er keppt í slaktaumatölti, daginn eftir, 26. apríl er síðan skeiðmót deildarinnar.
Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr úrslitum en heildar niðurstöður eru í HorseDay appinu.
A-ÚRSLIT
1. Finnbogi Bjarnason & Einir frá Enni – 7,07
2. Sara Dís Snorradóttir &Kvistur frá Reykjavöllum – 6,83
3. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal & Sindri frá Lækjamóti Il – 6,64
4. Kristján Árni Birgisson & Fákur frá Oddhóli – 6,60
5. Katla Sif Snorradóttir & Gimsteinn frá Víðinesi 1 – 5.86
B-ÚRSLIT
6. Egill Már Þórsson & Kjalar frá Ytra-Vallholti – 6,93
7. Atli Freyr Maríönnuson & Þula frá Bringu – 6,79
8. Elvar Einarsson & Skúmur frá Skör 6,60
9. Þorstein Björn Einarsson & Rjóður frá Hofi á Höfðaströnd – 6,50
10. Þorvaldur Logi Einarsson & Saga frá Kálfsstöðum – 5,60