„Fjallar um augnablikið þegar ég kvaddi pabba“

  • 16. febrúar 2024
  • Fréttir
Dagmar Øder Einarsdóttir gefur út lag til minningar um Einar föður sinn.

Í dag eru 9 ár síðan hinn þekkti hestamaður Einar Øder Magnússon kvaddi þennan heim eftir harða baráttu við krabbamein. Hann var fæddur þann 17. febrúar árið 1962 og hefði því fagnað 62 ára afmæli á morgun hefði hann lifað.

Í dag kom út á efnisveitunni Spotify lag sem Dagmar Øder Einarsdóttir, dóttir Einars, semur til föður síns. Á facebook síðu sinni segir Dagmar.

„Lagið fjallar um “augnablikið” þegar ég var að kveðja pabba í “síðasta skipti” á Líknardeild landspítalans í Kópavogi þann 16.febrúar 2015 eftir 2 ára baráttu við krabbamein. Í dag fæ ég ekki bara að deila þessari stund með fjölskyldu minni, heldur fæ ég núna að deila þessari stund með ykkur.“

Ljóðið sem og lagið er angurvært og fallegt og fær hugann til þess að reika aftur til Einars og minnast hans.

Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan eða á Spotify

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar