Fjöldi sýndra klárhrossa eykst

Þorvaldur Kristjánsson ráðunautur hjá RML birti grein í Bændablaðinu nú á dögunum þar sem hann fór yfir sýningarárið 2025. Þar kemur fram að 1.331 dómur hafi verið felldur á árinu en fleiri dómar hafa ekki verið felldir á ári milli Landsmóta síðan 2013.
Alls komu 1.093 hross til dóms. Af þessum hrossum voru 34% klárhross sem eru heldur hærra hlutfall en undanfarin ár (var 31% í fyrra). Hefur þetta hlutfall farið hækkandi á síðast liðnum árum en lengi vel voru klárhross um fjórðungur sýndra hrossa.
Telur Þorvaldur aðalskýringuna á þessari aukningu vera sú að fleiri ákveða að sýna ekki skeið í hrossum sem hafa takmarkaða skeiðgetu. Telur hann einnig stöðu skeiðsins vera afar sterka um þessar mundir. „Afar mörg flugvökur hross voru sýnd á árinu og 210 hross fóru í 8,5 eða hærra, eða 21% sýndra hrossa, en þetta hlutfall hefur aldrei verið hærra. Þá voru 94 hross sem fengu 9,0 eða hærra í einkunn fyrir skeið,“ ritar hann.
Í töflunum hér fyrir neðan má sjá meðaltöl og breytileika í einkunnagjöf allra eiginleika í sköpulagi og hæfileikum á Íslandi á árinu:
