Flugustöng er eftirminnilegasta jólagjöf Benedikts

  • 20. desember 2022
  • Fréttir
Jólamoli Eiðfaxa

Benedikt Ólafsson er knapi í U21 landsliðshópi Íslands. Hann kemur úr hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ þar sem hún býr og stundar nám og ríður út öllum stundum.

Benedikt er viðmælandi í Jólamola dagsins

Jólamolar Eiðfaxa munu birtast reglulega fram að jólum en þar fáum við að kynnast alls konar hestamönnum í öðru ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólaskap.

Hvað ert þú að brasa þessa dagana ?
Ég er að klára samninginn í húsasmíðinni og er í fullri vinnu sem smiður, ég er í tveimur áföngum í fjarnámi til að klára stúdentinn og er síðan með slatta af hrossum hérna heima.

Með hvaða hrossa stefnirðu á Heimsmeistaramót og í hvaða grein?
Ég stefni aðallega með hana Leiru-Björk frá Naustum III í gæðingaskeiðið.

Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch?
Myndi segja að ég væri einhvers staðar á milli, hef ægilega gaman af jólunum en jólalögin verða fljótt þreytt.

Hver er þín uppáhalds jólaminning?
Það var sennilega þegar að við vorum búin að fullskreyta 4m jólatré inni í stofunni heima, á Þorláksmessu hrynur tréð niður með öllu tilheyrandi. Ég hló mikið en mömmu fannst þetta ekki alveg jafn fyndið.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?
Sage fjarkinn sem að mamma og pabbi gáfu mér. Var með mikla veiðidellu fyrir það og hún minnkaði ekki við að fá þessa fínu flugustöng.

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?
Öll jólaboðin, leiðist það ekki að borða góðan mat.

Hvert er þitt uppáhalds jólalag?
Það snjóar með Sigurði Guðmunds og Memfismafíunni.

Hver er þín uppáhalds jólamynd?
Nationan Lampoons christams vacation, svakaleg mynd.

Hvað borðar þú á aðfangadag?
Í aðalrétt er rjúpa skotin af okkur feðgum og hamborgarhryggur, síðan gerir mamma það albesta ris a la mande sem að maður kemst í.

Hvað langar þig í jólagjöf í ár?
Er ægilega þakklátur fyrir allar þær gjafir sem að ég fæ.

Hvað kemur þér í jólaskap?
Rjúpnatúrarnir eru yfirleitt byrjunin á því, minnir mann á það hvað er stutt í jólin.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar