Fókus á hvað?

  • 15. október 2021
  • Fréttir
Föstudagspistill Hinna Sig

Hello you all,

Haustið flýgur áfram og allt á milljón.
Eitt af því sem ég hef alltaf verið dálítið mikið fyrir að spá í, það er „fókus“.
Þið verðið að afsaka slettumálfarið, því fókus er þjált orð að nota yfir einbeitingu.
Samkvæmt rannsóknum hefur það gríðarlega mikil áhrif á sjálfstraust að ná að stýra einbeitingu sinni á rétta braut.
Að einbeita sér að hlutum sem við höfum stjórn á lyftir tilfinningu sjálfstrausts mikið á meðan tilfinningin um að hafa ekki stjórn á hlutunum hefur mjög slæm áhrif á sjálfstraust.
Ég heyrði fyrst um þetta frá konu sem heitir Byron Katie, og hún er virkilega framarlega á vellinum á sviði hugarþjálfunar. Hún kynnti módel sem hún kallar
My business
Your business
God’s business
Og bein áhrif þess á sjálfstraust.
My business er að hafa fókus á hlutum sem við getum stjórnað algjörlega sjálf. Þeir sem ná að „stay in my business“ í krefjandi aðstæðum ná að halda sjálfstrausti í verkefninu á allt annan hátt en þeir sem fara úr my business.
Your business, þýðir að maður fer að einbeita sér að öðrum hlutum en þeim sem snúa að manni sjálfum. Til dæmis að kenna vankunnáttu dómaranna um eigin mistök á vellinum, klassísk dæmi er þegar maður pirrar sig á ökumönnum sem ekki nota stefnuljós og er kolvitlaus yfir þeim restina af deginum.
Eða lágstemmdari dæmi eins og þegar maður sér alla flottu hesta og knapa í upphitun fyrir mót og missir coolið og fer að flýta sér sjálf (ur) að gera eins í stað þess að halda sínu striki.
Það þarf varla að taka fram hvaða áhrif það hefur á sjálfstraust.
Gods business, þýðir ekki að ég sé eitthvað brjálað trúaður, heldur er það hlutir eins og veður og vindar til dæmis. Hlutir sem við getum ekki haft áhrif á yfir höfuð.
Veðrið er eitt af aðalumræðuefnum okkar Íslendinga, og talandi um að fókusa á annað en my business. En ef við förum að kenna veðrinu, undirlagi eða öðru slíku um hvernig gengur erum við sannarlega komin með fókusinn langt út fyrir það sem er gott fyrir eigið sjálfstraust.
Stay in my business og fókus á það sem við getum gert í hverju því sem við mætum.
Munið að hugarþjálfun er ekkert öðruvísi en önnur styrktarþjálfun, til þess að verða sterkari þarf að taka áskorunum og verða sterkari .
Rock on Hinni

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<