Folaldasýning Hrossaræktarfélags Flóahrepps – Úrslit

Ragnhildur í Austurási ásamt Lofti Breka með verðlaun fyrir vinsælasta folaldið að mati áhorfend
Sunnudaginn 8. mars 2020 var haldin árleg folaldasýning Hrossaræktarfélags Flóahrepps. Alls mættu 35 tryppi til leiks að þessu sinni og voru afkomendur Skýs frá Skálakoti sérstaklega áberandi í efstu sætunum. Sýningin var haldin að venju í Sleipnishöllinni á Selfossi. Dómari var Jón Vilmundarson og ritari var Ásta Björnsdóttir. Gaf Jón folöldunum einkunn fyrir 4 þætti; yfirlínu, samræmi, hreyfingu og fjölhæfni. Valdi Jón síðan 7 merfolöld og 6 hestfolöld í úrslit þar sem hann raðaði þeim í sætaröðun með samanburði allra í einu.
Voru það síðan Fylking og Ringó frá Austurási sem að lokum stóðu upp sem sigurvegarar. Fylking var síðan einnig kosin vinsælasta folaldið af áhorfendum.
Hryssur
1.Fylking frá Austurási
Leirljós
Faðir: Draupnir frá Stuðlum
Móðir: Ópera frá Nýjabæ
Eigandi og ræktandi: Ragnhildur Loftsdóttir og Haukur Baldvinsson
2.Vanadís frá Páfastöðum
Brúnstjörnótt
Faðir: Skýr frá Skálakoti
Móðir: Tíbrá frá Bár
Eigandi og ræktandi: Sandra Steinþórsdóttir og Alex Sigurðsson
3.Hekla frá Brúnastöðum
Grá, fædd brún
Faðir: Hrímnir frá Hrafnagili
Móðir: Blökk frá Brúnastöðum
Eigandi og ræktandi: Ketill Ágústsson
4.Ellý frá Langholti II
Moldótt
Faðir: Draupnir frá Stuðlum
Móðir: Blúnda frá Vatnsleysu
Eigandi og ræktandi: Sandra Dögg Garðarsdóttir
5.Fjöður frá Austurási
Rauðskjótt
Faðir: Jökull frá Breiðholti
Móðir: Spes frá Austurási
Eigandi og ræktandi: Ragnhildur Loftsdóttir og Haukur Baldvinsson
6.Týra frá Syðra-Velli
Rauðstjörnótt
Faðir: Týr frá Syðra-Velli
Móðir: Nös frá Syðra-Velli
Ræktandi: Þorsteinn Ágústsson
Eigandi: Jón Gunnþór Þorsteinsson
7.Rauðka frá Syðra-Velli
Ljósrauð
Faðir: Sindri frá Syðra-Velli
Móðir: Herðubreið frá Syðra-Velli
Ræktandi og eigandi: Jón Gunnþór Þorsteinsson
Hestar
1.Ringó frá Austurási
Rauðskjóttur
Faðir: Skýr frá Skálakoti
Móðir: Hlökk frá Stuðlum
Eigandi og ræktandi: Austurás hestar ehf
2.Máni frá Syðra-Velli
Rauðstjórnóttur
Faðir: Skýr frá Skálakoti
Móðir: Fiðla frá Syðra-Velli
Ræktandi: Þorsteinn Ágústsson
Eigandi: Jón Gunnþór Þorsteinsson
3.Riddari frá Brúnastöðum
Rauðblesóttur
Faðir: Adrían frá Garðshorni á Þelamörk
Móðir: Freydís frá Brúnastöðum
Eigandi og ræktandi: Ketill Ágústsson
4.Stakkur frá Brúnastöðum
Jarpstjörnóttur
Faðir: Askur frá Brúnastöðum
Móðir: Þruma frá Brúnastöðum
Eigandi og ræktandi: Ágúst Ingi Ketilsson
5.Frami frá Austurási
Rauðskjóttur
Faðir: Útherji frá Blesastöðum 1a
Móðir: Flís frá Austurási
Eigendur og ræktendur: Ásta Björnsdóttir og Ragnhildur Loftsdóttir
6.Seifur frá Miðholti
Brúnstjörnóttur
Faðir: Kveikur frá Stangarlæk
Móðir: Urður frá Kirkjubæ
Ræktandi: Jón S. Gunnarsson
Eigendur: Jón S. Gunnarsson, Unnur Edda Jónsdóttir og fjölskylda
Frekari úrslit úr forkeppni og fleiri myndir má finna á síðu félagsins: https://www.facebook.com/Floahreppurhross/. Þá minnum við einnig á fyrirhugaða uppskeruhátíð félagsins sem ætlunin era ð halda föstudagskvöldið 20. mars nk. á Kríunni sveitakrá í Flóahreppi

Verðlaunahafar í hestaflokki

Verðlaunahafar í hryssuflokki