Úrslit frá folaldasýningu Hrossaræktarfélags Flóahrepps

  • 8. mars 2023
  • Fréttir
Gefnar voru einkunnir fyrir yfirlínu, samræmi, hreyfingu og fjölhæfni.

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Flóahrepps var haldinn þann 5. mars 2023 í Sleipnishöllinni að Brávölllum á Selfossi. Mætt voru til leiks að þessu sinni 41 folald – 19 hryssur og 22 hestar.

Tæplega 100 áhorfendur gerðu sér ferð í Sleipnishöllina til að horfa á þessa framtíðargæðinga sem félagsmenn HRFF komu með sýningarinnar, þökkum öllum sem komu kærlega fyrir komuna. Æskulýðsnefnd Sleipnis seldi kaffiveitingar að venju og er þeim þakkað kærlega fyrir þann þátt.

Dómari var Jón Vilmundarson og honum til aðstoðar var Lilli Trost. Folöldunum voru gefnar 4 einkunnir fyrir Yfirlínu, Samræmi, Hreyfingu og Fjölhæfni. Heildareinkunn úr þessum fjórum þáttum réði síðan hvaða folöld komu til úrslita í hvoru flokki, 5 hestfolöld og 6 merfolöld. Í úrslitum komu þessi úrslitafolöld saman inn á gólfið og röðuð þau Jón og Lilli þá þeim upp í sætaröðun. Þegar úrslit voru kynnt rökstuddi Jón dómari röðunina með því að lýsa hverju folaldi og hvað þau sæju helst í því bygginarlega og ganglega.

Það fór þá þannig að í efsta sæti í hryssuflokki endaði Lukka frá Austurási undan Draupni frá Stuðlum og Spóla frá Syðri-Gegnishólum. Er hún leirljós að lit. Ræktendur og eigendur hennar eru Ragnhildur Loftsdóttir og Haukur Baldvinsson.

Í öðru sæti var Eldey frá Kjartansstöðum undan Eld frá Torfunesi og Hrímey frá Kjartansstöðum, rauðblesótt að lit. Rækandi og eigandi hennnar er Þórunn Helga Sigurðardóttir.

Í þriðjan sæti var Bríet frá Heljardal undan Rauðskegg frá Kjarnholtum og Auði frá Hofi, rauð að lit. Eigandi hennar er Ólöf Ósk Magnúsdóttir. Ræktendur eru Anton Páll Níelsson og Inga María Jónínudóttir.

Í fjórða sæti var Eldey frá Hrygg undan Eld frá Torfunesi og Natalíu frá Nýjabæ, jörp að lit. Ræktandi og eigandi hennar er Ólöf Ósk Magnúsdóttir.

Í fimmta sætinu frá síðan Snekkja frá Oddgeirshólum undan Brimni frá Efri-Fitjum og Össu frá Oddgeirshólum, brún að lit. Ræktandi og eigandi Magnús Guðmundsson.

Í sjötta sætinu frá síðan Áskorun frá Enni undan Seið frá Enni og Glæðu frá Enni, jörp að lit. Ræktendur eru Haraldur Þór Jóhannesson og Eindís Kristjánsdóttir og eigendur eru Ólöf Ósk Magnúsdóttir og Steindór Guðmundsson.

Hryssur
Sæti Nafn Yfirlína Samræmi Hreyfing Fjölhæfni Heild
1 Lukka frá Austurási 5 5 4 5 19
2 Eldey frá Kjartansstöðum 5 5 5 4 19
3 Bríet frá Hrygg 5 5 4 5 19
4 Eldey frá Hrygg 5 5 4 4 18
5 Snekkja frá Oddgeirshólum 4 4 4 5 5 18
6 Áskorun frá Enni 4 5 5 4 18
Tign frá Dimmuborg 4 4 4 5 17
Svartá frá Arnarstaðakoti 4 4 4 4 16
Stjörnunótt frá Langsstöðum 4 4 4 4 16
Lísa frá Langsstöðum 4 4 4 4 16
Lóa frá Austurási 4 4 4 4 16
Sunneva frá Dimmuborg 4 3 4 4 15
Stoð frá Syðri-Gróf 3 3 4 4 14
Harpa frá Egilsstaðakoti 3 4 3 4 14
Kleópatra frá Meistaravöllum 3 3 4 3 13
Perla frá Langsstöðum 3 3 3 4 13
Söldögg frá Syðri-Gróf 3 3 3 4 13
Flétta frá Brúnastöðum 2 3 3 2 3 11
Silvía frá Útibleiksstöðum 3 2 2 3 10
Eigendur meranna í 3 efstu sætunum ásamt Atla formanni HRFF – frá vinstri Ólöf Ósk, Þórunn og Ragnhildur
Úrslitahryssur – Lukka frá Austurási sigurvegari lengst til hægri

Í hestaflokki var það Herskár frá Kjartansstöðum sem sigraði. Hann er undan Hersi frá Húsavík og Sylgju frá Skipaskaga, bleikblesóttur að lit. Ræktandi og eigandi er Þórunn Helga Sigurðardóttir.

Herskár hlaut einnig flest atkvæði áhorfenda í kosningum um besta folaldið að þeirra mati.

Í öðru sætinu var síðan Lúkas frá Austurási undan Draupni frá Stuðlum og Sunnu frá Austurási. Hann er leirljós að lit. Ræktendur og eigendur Ragnhildur Loftsdóttir og Haukur Baldvinsson.

Í þriðja sætinu frá Kanslari frá Egilsstaðakoti undan Stakari frá Egilsstaðakoti og Vöglu frá Egilsstöðum 2, jarpur að lit. Ræktandi og eigandi er Þorsteinn Logi Einarsson,

Í fjórða sætinu var Bjarmi frá Skeggjastöðum undan Seðli frá Árbæ og Björt frá Kjartansstöðum, rauðstjörnóttur að lit. Ræktendi og eigandi hans er Ellen Bergan.

Og í fimmta sætinu var Blær frá Þjórsárnesi undan Kolbeini frá Hrafnsholti og Frigg frá Litlu-Reykjum, rauðskjóttur að lit. Ræktandi er Guðjón Birgir Þórisson og eigendur Björgey Milla Guðjónsdóttir og Guðjón Birgir.

Hestar
Sæti Nafn Yfirlína Samræmi Hreyfing Fjölhæfni Heild
1 Herskár frá Kjartansstöðum 5 5 5 4 19
2 Lúkas frá Austurási 4 5 4 5 18
3 Kanslari frá Egilsstaðakoti 4 5 5 4 18
4 Bjarmi frá Skeggjastöðum 4 4 4 5 17
5 Blær frá Þjórsárnesi 4 4 4 5 17
Loftur frá Austurási 5 4 4 4 17
Heimaklettur frá Ragnheiðarstöðum 5 4 4 4 17
Leiftur frá Austurási 4 5 4 4 17
Hjaltalín frá Oddgeirshólum 4 4 4 4 4 16
Ás frá Oddgeirshólum 4 4 4 4 4 16
Leó frá Austurási 4 5 3 4 16
Garpur frá Læk 4 3 5 4 16
Hrímfaxi frá Egilsstaðakoti 4 4 4 4 15
Laukur frá Brúnastöðum 2 4 4 3 4 15
Moli frá Egilsstaðakoti 3 4 4 4 15
Kofri frá Arnarstaðakoti 4 4 3 4 15
Kvartett frá Arnarstaðakoti 4 4 3 4 15
Glitnir frá Læk 4 4 3 4 15
Garpur frá Brúnastöðum 2 3 4 3 4 14
Toppur frá Brúnastöðum 2 3 3 3 4 13
Merlin frá Meistaravöllum 3 3 3 3 12
Askur frá Syðri-Gróf 3 2 3 3 11
Eigendur hestfolaldanna í 3 efstu sætunum ásamt Atla formanni HRFF – frá vinstri Þorsteinn Logi, Haukur og Þórunn
4 af 5 hestum í úrslitum. Sigurvegarinn Herskár er blesóttur þriðji frá vinstri.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar