Folaldasýning Sörla á laugardaginn

  • 14. mars 2024
  • Tilkynning
Folaldasýning og folatollauppboð Sörla á sínum stað

Folaldasýning Sörla verður haldin á Sörlastöðum laugardaginn 16.mars.

Folaldasýningin er opin öllum og skráning fer fram í gegnum netfangið topphross@gmail.com. Við skráningu þarf að koma fram nafn folalds, litur, móðir, faðir, ræktandi og eigandi. Skráningargjald er 3500 kr, millifært á reikning 0545-26-3615, senda þarf kvittun á topphross@gmail.com með nafni folalds sem skýringu. Skráningu lýkur í dag, fimmtudag kl 12:00 (á hádegi).

Folatollauppboðið verður ekki af verri endanum en er verið að kynna þá stóðhesta sem eru í boði á heimasíðu Sörla. Í hópnum eru m.a. Vísir frá Kagðarhóli, Húni frá Ragnheiðarstöðum, Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum, Örvar frá Gljúfri, Straumur frá Hríshóli 1, Seiður frá Hólum og Glampi frá Skeiðháholti.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar