Folöld eiga að vera grunnskráð og örmerkt fyrir 1. mars

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins minnir á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt.
„Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Þess má geta að þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 4.093 folöld (lifandi). Alls hafa 3.376 af þeim þegar verið örmerkt. Skráð trippi fædd árið 2023 eru 5.728 (lifandi ), þannig trúlega eru ríflega 1.000 folöld enn þá óskráð.“
Senda á pappíra varðandi skýrsluhald á skrifstofur RML á Selfossi eða Akureyri en heimilisföngin eru hér fyrir neðan.
RML
v/ skýrsluhalds í hrossarækt
Austurvegi 1
800 Selfoss
RML
v/ skýrsluhalds í hrossarækt
Óseyri 2
603 Akureyri